25.11.2008 | 19:44
og það er að koma desember
Jæja það er best að rjúfa bloggþögnina. Einhvernvegin hefur allt annað verið upp á teningnum en blogg en nú verður reynt að bæta úr því. Þó ýmislegt hafi gerst þá hef ég einhvernvegin lítið að segja. Fór á árshátíð LbhÍ á laugardaginn í góðra vina hópi, dansaði frá mér allt vit og skemmti mér hreint út sagt konunglega, Húrra fyrir því og öllu skemmtilega fólkinu sem var þarna líka.
Nú það er skammt stórra högga á milli og á föstudaginn ætlum við Berglind að klára námskeiðaherferðina á Ísafirði. Mér líður svolítið eins og ég sé að fara til útlanda enda þurfum við að fara á föstudaginn og komum ekki aftur fyrr en á sunnudaginn. Mér sýnist líka að veðurspáin ætli að vera heldir erfið og allar tröllasögurnar sem maður hefur heyrt af lendingum á Ísafirði verða þess valdandi að líklega borgar sig að fá sér eitthvað hjartastyrkjandi fyrir flugferðina. Eða bara loka augunum kannski
En það er í dag seinni tíma vandamál
Yfir og út af eyrinni
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef horft er fram hjá mögulegum og skyndilegum lóðréttum hreyfingum flugvélanna þá er í góðu lagi að lenda á Ísafjarðarflugvelli. Mæli með sólþurrkuðum saltfisk ef hann er til.
Gústav (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.