9.12.2008 | 17:01
Á aðventunni
Ó já. Desember hreinlega æðir áfram og undirrituð algerlega að tapa sér í jólastemningu og það er svona skemmtileg jólastemning með kertaljósi, smákökubakstri og jólaskrauti. Ekkert bölvað stress með jólagjafainnkaupum og jólakortaskrifum. Fátt finnst mér leiðinlegra en að skrifa jólakort og er þetta líklega í einasta skiptið á ári sem ég get hugsanlega tekið undir það að það sé sniðugt að eiga börn svo hægt sé að smella af þeim mynd, skella í umslag og kalla jólakort.
Ég hef reyndar íhugað að taka mynd af Litlu-Jörp, Skjónu, Botnu eða Surtlu til að senda til vina og vandamanna ásamt jólakveðju. Botna og Surtla reyndar fremur uppteknar á jólaföstunni eins og sauðfjár er siður en Litla-Jörp og Skjóna sennilega ekki mikið bókaðar og tækju sig ábyggilega ágætleg út t.d með jólasveinahúfu eða englavængi. Vandamálið er hins vegar að ég er hér og þær eru þar (fyrir norðan) en hugmyndin engu að síður góð að mínu mati. Bara spurning um útfærslu.
Á reyndar í fórum mínum mynd af þeim Freyju og Nótu gömlu sem auðveldlega væri hægt að fótósjoppa í svolítinn jólafíling ef maður vildi. Freyja reyndar á beit núna á hinum eilífu veiðilendum en Nóta ennþá sprell-alive og hér koma þær með aðventukveðju
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég get ekki betur séð en myndin sem er á síðunni af þér og litlu Jörp geti dugað sem ágætis jólakort svo má bara prenta kveðju frá Skjónu með og þá er þetta komið, annars allt í besta kveðja Mæja
mæja (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:36
Sammála Mæju um ágæti myndarinnar hér en svo á ég myndvinnsluforrit sem mætti nota ef þú vilt t.d. vera með húfu (og vængi - jafnvel geislabaug) á þessari mynd (í korti)
múhahahah
e (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.