Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ó já......

Ég veit upp á mig skömmina.  Hef verið latasti bloggari í heimi þó ég hafi frá ýmsu að segja. 

Búin að flytja í tóma íbúð. 

Búin að kaupa mér húsgögn í tómu íbúðina. 

Búin að flytja megnið af þeim úr Reykjavík með dyggri aðstoð Elsu

Búin að halda upp á 5 ára útskriftarafmæli með búvísindabekknum mínum. 

Búin að taka að mér folald í fóstur í samvinnu við Eddu

Svo maður nefni nú nokkur atriði.

Hér stendur sem sagt yfir mikil atferlistilraun þar sem komast á að því hvort merin, sem fóstra á folaldið sem við fóstrum núna, leyfir folaldinu að sjúga þegar engin sér til.  Sigtryggur atferlisspögulant og myndavélauppsetningarmaður var fegnin til liðs og tæknin tekin í okkar þjónustu.  Sem sagt búið að setja upp eftirlitsmyndavél, geri aðrir betur Cool

En nú ætla ég að leggjast upp í sófa og flatmaga þar til að melta kjúklinginn sem ég borðaði hjá Eddu

Yfir og út

GEH 


Og svo er það fótboltinn

Horfði á sérdeilis skemmtilegan leik í gær, Svíþjóð - Rússland.  Hélt að sjálfsögðu með Rússum enda aldrei verið mikið Skandinavi í mér.  Hjó eftir því að fótboltaspekingarnir töluðu um að Svíar spiluðu ávalt sama leikskipulag, og að í raun ættu Svíar miklu betri menn á bekknum en marga þeirra sem inná voru en þeir pössuðu einfaldlega ekki inn í sýstemið og væru því ekki í byrjunarliðinu.  Þetta fannst mér alveg týpískt skandinavískt, sérstakleg orðið sýstem sem á svo óskaplega vel við Svía, held ég.  Sýstem á öllu, voðalega fyrirsjánalegt eitthvað eins og t.d hún Karlotta sem var með okkur á kúrsnum úti í Finnlandi.  Maður sá á henni langar leiðir að hún væri sænsk, alveg eins og sprottin upp úr einni af bókum Astrid Lindgren, og gekk því einungins undir því nafni hjá okkur Elsu. 

Það kom líka á daginn að aumingja Svíarnir réðu lítt við Rússa sem spiluðu frábæran fótbolta sem hentað alls ekki sýstemi Svíana, og því fór sem fór.  Hafði líka ákaflega gaman að því að Adolf Ingi kallaði í sífellu "Rússarnir koma" svo maður sá fyrir sér heilu herdeildirnar, gráar fyrir járnum.  Rússarnir voru líka stöðugt að "koma" upp kantana hjá Svíum og ég er svo sannarlega búin að eignast mitt uppáhaldslið á EM.  Þeir eiga víst að mæta Hollendingum næst, áfram Rússland !!!!!

yfir og út

GEH


Af hörmungum

Jæja, smá lífsmark eftir langa þögn.  Er komin út úr hinum myrku finnsku skógum og aftur til siðmenningarinnar.  Reyndar ekki alveg alla leið þar sem ég sit nú á Kastrup en hér er þó amk sæmilegt netsamband og það sem meira er tími til að skrifa nokkrar línur.  Tími hefur nefnilega verið af heldur skornum skammti þar sem ég hef dvalið upp á síðkastið og erum við Elsa sammála um það að aðra eins útreið höfum við aldrei fengið á öllum okkar námsferli sem er nú að verða þó nokkra ára langur.  10 tímar á dag í fyrirlestrum og verkefnavinnu og svo heimavinna á kvöldin.  Farið yfir efnið á ljóshraða og próf úr öllu heila klabbinu síðasta fimmtudag.  Til allra lukku var kennarinn algerlega frábær en eftir svona prógramm var ekki laust við að, stærðfræðijöfnur, matrixar, öryggisstuðlar, aðhvarfsstuðlar, kynbótagildi, markeraanalýsur og allt hitt sem tekið var fyrir, væri farið að fljóta út um eyrun á manni og það verður að teljast kraftaverki næst að maður skyldi hafa getað grett nægjanlega úr allri flækjunni til að skrifa eitthvað vitrænt á blað í prófi.  Reyndar veit ég svo sem ekki hversu vitrænt það var sem skrifað var á þessu prófi en held nú samt að það hafi sloppið til. 

Til að kóróna allt saman var stöðugt boðið upp á óæti að éta.  Meira að segja harðsvíruðustu átvögl misstu lystina af lyktinni einni saman svo maður var orðin hálf vannærður eftir að hafa innbyrt nær eingöngu á salati og bjór í hálfan mánuð (svo heppilega vildi til að það var lítið brugghús í næsta húsi).   Þar sem laugardeginum var breytt í kennsludag og sunnudagurinn að mestu notaður í að ná upp kröftum fyrir næstu törn, þá sást lítið af Finnlandi en náðum þó hálfum degi í Helsinki í gær, og létum okkur hafa það að kíkja á borgina þrátt fyrir að þrá það helst að fá að sofa í 100 ár. 

Það verður sko án efa gert um leið og maður kemur heim.  Nánari ferðasaga kemur hugsanlega síðar enda var ekki allt slæmt og Fransmaðurinn og feimni Norðmaðurinn björguðu því sem bjargað varð með sérstökum skemmtilegheitum síðasta kvöldið.  Við náðum þó allavegana einu góðu skralli að lokum - og áttum það svo sannarlega skilið Cool

Yfir og út frá Kastrup 


Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband