Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

No such thing

Já góðir hálsar, hið ólíklegasta hefur gerst.  Ég hef skrifað boggfærslu!  Akkúrat núna er ég reyndar ekki búin að skrifa hana heldur er að byrja á henni en þegar þið lesið þetta þá er ég svo sannarlega búin að skrifa hana og það sem meira er að rifja upp aðgangsorðið að blogginu mínu sem hefur ekki verið opnað svo vikum og mánuðum skiptir.

Nú og hví hef ég svo rofið þessa grafarþögn?  Jú!  Hér er um að ræða mjög mikilvægt málefni sem ég tel vert að við sem þjóð þurfum að leiða til lykta.  Hér er um framtíð komandi kynslóða að ræða.  Já gott fólk!  Hér er ég náttúrulega að tala um mál sem teigir anga sína allt aftur til upphafs kjötvinnslu á Íslandi.  Hinn rótgróna misskilning sem virðist vera landlægur í sumum sveitum (aðallega sunnanlands).  Þessa leiðinlegu málvillu sem læðst hefur inn í Íslenskt mál!  Ég er að tala um það þegar menn arka galvaskir  í næstu lúgu, að næsta afgreiðsluborði eða í næstu kjörbúð og biðja um PULSU!

Það setur blátt áfram að mér hroll við það eitt að skrifa slíkt og þvílíkt og ekki dettur mér í hug að segja það upphátt (jafnvel ekki þó engin heyri í mér nema kötturinn).  Það gerir náttúrulega ekki nokkur úr minni fjölskyldu nema þá helst til að leiðrétta þá sem ratað hafað í þá ógæfu að bera ypsilonið fram sem u.

Kæru vinir!  Ég ætla ekki að eyða tíma mínum og ykkar í að fara í miklar og langar sagnfræðilegar og málfræðilegar útlistanir á því af hverju maður ber ypsilonið ekki fram sem u.  Ég ætla í staðin að biðja ykkur um einn einfaldan hlut næst þegar þið skellið pakka af klassískum SS í pottinn.  Takið umbúðirnar og gaumgæfið vel hvað stendur utan á þeim.  Þá mun þetta liggja ljóst fyrir!  Að það er ekkert helvítis U í PYLSA!   Því „aparently“  þá borða Íslendingar  SS pylsur!

2011-04-04-IMG_3114.JPG

Myndinni stal ég úr þessar grein sem staðfestir enn fremur allt sem fram hefur komið hér að ofan

http://www.huffingtonpost.com/victoria-haschka/best-hot-dog-in-the-world-iceland_b_844305.html


Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband