Gleðileg jól

 

Gleðileg jól

jólakarl


Ég er...

...hálf úldin.  Líklega vegna andvökunætur síðastliðna nótt, því held ég að ég fríski mig við og skvettist í sund.  Fátt er eins hressandi, og vel til þess fallið að vekja mann, en að tipla út í ískalda sundlaug í bikíní einu fata í slyddunni og rokinu í Borgarnesi. 

I must be fucking MAD!!!!!!!!!!


Jóla jóla

Þórunn Edda leggur sitt af mörkum til lausnar á jólakortakrísunni minni

Gunnfríður_Jóla_copy

Annars á jólastemningin undir högg að sækja akkúrat núna.  Heldur dauðahaldi í svalahandriðið og flaksast þar í vindinum.  Hér er helvítis rok.

Yfir og út

GEH


Á aðventunni

Ó já.  Desember hreinlega æðir áfram og undirrituð algerlega að tapa sér í jólastemningu og það er svona skemmtileg jólastemning með kertaljósi, smákökubakstri og jólaskrauti.  Ekkert bölvað stress með jólagjafainnkaupum og jólakortaskrifum.  Fátt finnst mér leiðinlegra en að skrifa jólakort og er þetta líklega í einasta skiptið á ári sem ég get hugsanlega tekið undir það að það sé sniðugt að eiga börn svo hægt sé að smella af þeim mynd, skella í umslag og kalla jólakort. 

Ég hef reyndar íhugað að taka mynd af Litlu-Jörp, Skjónu, Botnu eða Surtlu til að senda til vina og vandamanna ásamt jólakveðju.  Botna og Surtla reyndar fremur uppteknar á jólaföstunni eins og sauðfjár er siður en Litla-Jörp og Skjóna sennilega ekki mikið bókaðar og tækju sig ábyggilega ágætleg út t.d með jólasveinahúfu eða englavængi.  Vandamálið er hins vegar að ég er hér og þær eru þar (fyrir norðan) en hugmyndin engu að síður góð að mínu mati.  Bara spurning um útfærslu.

Á reyndar í fórum mínum mynd af þeim Freyju og Nótu gömlu sem auðveldlega væri hægt að fótósjoppa í svolítinn jólafíling ef maður vildi.  Freyja reyndar á beit núna á hinum eilífu veiðilendum en Nóta ennþá sprell-alive og hér koma þær með aðventukveðju Tounge

freyja

 


Thank god it´s friday....

... svona hófst að mig minnir eitthvert gott lag sem skaut upp kollinum í hausnum á mér núna.  Og jú vissulega er föstudagur sem er ágætt en aðrir dagar vikunar eru svo sem ágætir líka þannig að þetta er nú allt í lagi.  Ég ætla hins vegar að njóta þess að eiga heila helgi algerlega óskerta á Hvanneyri baka smákökur og hlusta á jólalög.

Er ekki gaman að vera til ?

Jólabarnið segir yfir og út

GEH


The final countdown: Destination Ísafjörður

Fólkið umhverfis okkur Berglindi skiptist í tvær fylkingar um þessar mundir.  Þeir sem segja að við komumst ekki til Ísafjarðar og þeir sem segja að við komumst til Ísafjarðar.  Þessi Ísafjarðarferð er að verða það sem allt snýst um þessa dagana.  Veðurstofan spáir sem sagt leiðinda veðri en við leituðum álits sérstaks ráðgjafa og sérfræðings í veðurspám fyrir Vestfirði (Torfi á Bú-Vest) og tjáir hann okkur að það sé enginn vafi á að við komumst.  Hann segir líka að við komumst ábyggilega til baka á einhverjum tímapunkti - líklega fyrir jól.

Niðurtalning fyrir flugtak er því svo gott sem hafin

Viva Vestfirðir

yfir og út

GEH


og það er að koma desember

Jæja það er best að rjúfa bloggþögnina.  Einhvernvegin hefur allt annað verið upp á teningnum en blogg en nú verður reynt að bæta úr því.  Þó ýmislegt hafi gerst þá hef ég einhvernvegin lítið að segja.  Fór á árshátíð LbhÍ á laugardaginn í góðra vina hópi, dansaði frá mér allt vit og skemmti mér hreint út sagt konunglega,  Húrra fyrir því og öllu skemmtilega fólkinu sem var þarna líka. 

Nú það er skammt stórra högga á milli og á föstudaginn ætlum við Berglind að klára námskeiðaherferðina á Ísafirði.  Mér líður svolítið eins og ég sé að fara til útlanda enda þurfum við að fara á föstudaginn og komum ekki aftur fyrr en á sunnudaginn.  Mér sýnist líka að veðurspáin ætli að vera heldir erfið og allar tröllasögurnar sem maður hefur heyrt af lendingum á Ísafirði verða þess valdandi að líklega borgar sig að fá sér eitthvað hjartastyrkjandi fyrir flugferðina.  Eða bara loka augunum kannski

En það er í dag seinni tíma vandamál

Yfir og út af eyrinni

GEH


orlof

Ég er að drepast úr leti og þykist vera voðalega þreytt eitthvað.   Við Berglind komum heim á Hvanneyri klukkan rúmlega 7 í gærkveldi.  Þá voru um 53 tímar síðan við lögðum af stað í túrinn mikla.

Vorum sem sagt í A-Skaft, V-Skaft og Rang þessa vikuna.  Það þýddi að við þurftum að vera komin á Höfn á sunnudagskvöld.  Ferðalagið tók lungann úr sunnudeginum enda 6 tíma akstur frá Hvanneyri að Höfn og við fengum sko allan pakkann. 


Smá sandrok á Skeiðarársandi,
Svolitla sviptivinda í Öræfunum,
Þurftum að þefa upp bensínstöð í Suðursveit þó okkur findist við nýbúnar að taka bensín (þar var sem betur fer bensínsala heima á einum bænum). 

Vorum orðnar verulega slæptar þegar loksins var komið í Hornafjörðin klukkan rúmlega 8.  Höfðum ekki einu sinni rænu á að drekka hvítvínið sem var með í för og fengum okkur bara að borða og svo beint í háttin.

Gleymdum þreytunni að mestu þegar Hornafjörðurinn sýndi sittt besta andlit daginn eftir.  Það eru ekki margir staðir sem toppa náttúruna þarna.  En ekki gafst nú mikill tími til að njóta þess og þegar við þurftum að bruna af stað aftur strax að námskeið loknu var komið myrkur. 

Við eyddum því ekki tíma í að skoða útsýnið enda ekki um mikin tíma að ræða.  Náðum á Hellu rúmlega 9 og þar beið okkar sá allra minnsti sumarbústaður sem ég hef orðið aðnjótandi að gista í. 

Þriðjudagurinn byrjaði vægast sagt fremur illa og stressið farið að segja til sín en allt hafðist það þó að lokum svo við gátum hoppað beint upp í bíl og brunað heim upp úr klukkan 5 en var alveg búin með orkuna þega heim kom

Þessir 53 tímar var sem sagt eytt í að keyra, kenna, sofa og nákvæmlega ekkert annað en svona nokkuð í jöfnum hlutföllum bara held ég

Held að ég þurfi orlof Crying


Reið kona

Í dag er það reið og pirruð kona sem situr á Hellu og hlustar á Berglindi tala.  Ekki það að ég sé reið og pirruð við Berglindi því hún situr nú fárveik og talar um NorFor eins og sönn hetja. 

Ég hef hinsvegar ríka ástæðu til þess að vera geðvond.  T.d að hafa þurft að eyða heilum klukkutíma í morgun í að standa í græjureddingum og að ekkert hafi virkað.  Angry

Grrrrrr

GEH


ökkli eða eyra

Þrátt fyrir að fésbókin sé komin til sögunar ætla ég að reyna að vanrækja ekki bloggið mitt meira en eðlilegt getur talist. 

Svona nokkuð hefðbundinn laugardagur í gangi.  Þvottavélin malar á baðinu, Egill Helgason malar í sjónvarpinu, ótrúlegt en satt þá malar vindurinn utan við gluggann en öskrar ekki eins og venja hans er á þessum tíma árs og svona almennt á Hvanneyri.  Ég hins vegar þegi enda enginn hér til að tala við og ég ekki nógu langt leidd af leiðindum til að fara að halda uppi samræðum við sjálfa mig.

Reyndar voru nýju hlaupaskórnir vígði í morgun en þeir reyndust ráða við verkið með miklum sóma.    Taldi sjálfri mér trú um að þetta væri upphitun fyrir kvöldi.  Þá mun leiðin liggja á uppskeruhátíð hestamanna.  Ég er hinsvegar algerlega óundirbúin, andlega, fyrir slíkt djamm og því er alveg ljóst að annaðhvort verður geimið algert flopp eða hrein snilld.  Ég hallast að þvi síðarnefnda enda eru það alla jafna bestu skemmtanirnar sem hellast svona yfir mann án þess að maður sé mikið að hugsa um þær.

Því ætla ég að telja hestana hennar Eddu, þvo af mér svitann og fá mér að borða, ekki endilega í þessari röð því mig grunar að maginn verði frekastur

yfir og út af eyrinni

GEH


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband