Færsluflokkur: Dægurmál

Fjallgöngur

Fór með Mæju frænku og fleirum í fjallgöngu upp á Laufáshnjúk í gærkveldi í frábæru veðri.  Hnjúkurinn er 662 metra hár (segir google) og tiltölulega léttur göngutúr þar upp.  Því miður var myndavélin ekki með í för en ætla, við tækifæri, að ræna nokkrum myndum frá Hákoni bróður úr fjallgöngu fyrradagsins sem var með Jóni og Hákoni, upp á fjallið heima, suður heiði og niður hjá Garðsá.   Það er því ekki laust við smá eymsli í lærum í dag en merkilega lítið samt.  Hugsa að ég reyni að komast upp á Súlur fyrir haustið og fara Gönguskarðið.  Þá ætti maður að vera orðin sæmilega gangnafær

Yfir og út í bili

GEH   


Ófögnuður

Þeir sem þekkja mig vita að ég læt suma hluti fara ákaflega mikið í taugarnar á mér.  Efstur á þeim lista trónir um þessar mundir, maðurinn sem stendur alla daga undir glugganum á skrifstofunni minni og reykir.  Ég þarf að fara að gera einhverjar ráðstafanir við þessum ófögnuði.  Tvær hugmyndir standa upp úr hjá mér þessa stundina.  Önnur er sú að fá mér reykskynjara og setja í gluggann.  Há skerandi hljóð hafa lögnum verið notuð til að fæla burt allskonar óværu.  Ókosturinn er sá að ég þarf þá að þola þessi sömu háu skerandi hljóð.  Að minnsta kosti þangað til að búið er að skilyrða manninn.  Hin hugmyndir en mun einfaldari í framkvæmd og felst í því að hafa ætíð vatnsfötu til taks í glugganum svo auðvelt sé að láta gossa úr henni niður.  Nokkuð frumstæðari aðferð en líkleg til að virka ágætlega. 
Spurning hvora ég á að velja.  Nema náttúrulega að ég prófi báðar

 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband