Ófögnuður

Þeir sem þekkja mig vita að ég læt suma hluti fara ákaflega mikið í taugarnar á mér.  Efstur á þeim lista trónir um þessar mundir, maðurinn sem stendur alla daga undir glugganum á skrifstofunni minni og reykir.  Ég þarf að fara að gera einhverjar ráðstafanir við þessum ófögnuði.  Tvær hugmyndir standa upp úr hjá mér þessa stundina.  Önnur er sú að fá mér reykskynjara og setja í gluggann.  Há skerandi hljóð hafa lögnum verið notuð til að fæla burt allskonar óværu.  Ókosturinn er sá að ég þarf þá að þola þessi sömu háu skerandi hljóð.  Að minnsta kosti þangað til að búið er að skilyrða manninn.  Hin hugmyndir en mun einfaldari í framkvæmd og felst í því að hafa ætíð vatnsfötu til taks í glugganum svo auðvelt sé að láta gossa úr henni niður.  Nokkuð frumstæðari aðferð en líkleg til að virka ágætlega. 
Spurning hvora ég á að velja.  Nema náttúrulega að ég prófi báðar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér hefur ekki bara dottið í hug að nefna það við hann hvort hann vilji ekki reykja einhverstaðar annarsstaðar.

Sænska leiðin væri sú að senda honum tölfupóst þar sem þú tjáir þig á skýran hátt um að þetta sé algjörlega óásættanlegt og þú hótir honum málsókn. En labbar svo út og biður hann um smók og svo rabbið þið góða stund um hve gott sé að reykja...

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband