17.3.2010 | 22:31
Sjálfspróf
Það er gaman að sjá að einhverjir sakna mín af fésbókinni. Ég get hughreyst ykkur með því að ég mun snúa aftur von bráðar. Það er bara einhvernvegin þannig að stundum fæ þá flugu í höfuðið að ég þurfi að sanna fyrir sjálfri mér að það eina sem ég þurfi að gera sé að ákveða að gera eitthvað og framkvæma það svo. Þetta fésbókarbindindi er einmitt þannig. Einu sinni prjónaði ég heila flík á nokkrum dögum bara til að sanna að ég gæti vel prjónað ef ég bara vildi. Flíkin var vel nothæf og á enn sinn sess í fataskápnum. Ég hef hins vegar ekki prjónað neitt vitrænt síðan þá, enda búin að sýna það og sanna að ef ég þarf þá get ég.
Annars er allt fremur meinhægt. Lítið unnist í verkefni það sem af er þessarar viku og dagarnir farið í undirbúning fyrir fund morgundagsins. Af því tilefni sit ég hér með nokkrar spennandi fræðigreinar fyrir framan mig. Sjónvarpið er meðvirkt í þessu og sér til þess að ekkert freisti mín á skjánum en þar rúllar nú svarthvít teiknimynd um unga vísindakonu sem rænt er í París einhvern tíman í framtíðinni. Mögulega endar þetta með því að ég láti verða af áformum mínum um að setja sjónvarpið í geymsluna. Ég hef nefnilega oft íhugað að sanna fyrir sjálfri mér að ég geti vel lifað sjónvarpslaus. Mögulega læt ég sjónvarpið flakka þegar ég logga mig aftur inn á fésið
Yfir og út í bili
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.