18.3.2010 | 22:57
Hestafréttir
Jæja. Þá er þessi dagur á enda runninn og þetta er, skal ég segja ykkur, búin að vera verulega langur dagur. Að því tilefni opnaði ég flösku af fyrstu lögun rabbabaravíns en því miður átti ég ekki bjór.
Meðal viðburða dagsins er að við Litli-Rauður höfum nú lagt okkar fyrstu töltkeppni að baki. Engin flugeldasýning af okkar hálfu en allt gekk þetta þó stóráfallalaust fyrir sig og líklega var engin glaðari en Litli-Rauður þegar hann fékk að fara aftur í stíuna sína að lokinni keppni. Litli-Rauður er nefnilega talsverður nautnaseggur og er lunkinn að verða sér úti um þjónustu. Sníkir köggla af gestum og gangandi og einhverra hluta vegna þá standast fáir Rauðsa og hann á því marga bestu vini sem gauka að honum köggul við tækifæri.
Vegna anna dagsins hafði ég ekki haft mikinn tíma til að undirbúa keppni s.s. að þrífa Rauðsa en hann hafði náð að maka sig duglega út í drullu við útivist gærdagsins, einnig hengu á honum nokkrir gamlir, en þaulsætnir, skítakleprar sem ekki hafði unnist á. Það kom mér því verulega á óvart að þegar ég mætti 17:50 upp í hesthús (keppni átti að hefjast klukkan 18:00) beið mín tandurhreinn og nýkembdur Litli-Rauður í stíunni sinni. Rannsókn málsins leiddi í ljós að Jón litli hafði tekið Rauðsa í yfirhalningu og kunni frænka hans honum bestu þakkir fyrir tiltækið enda sást hvorki blettur né hrukka á Rauð þegar við geystumst inn á völlinn.
Eins og áður sagði var þetta enginn flugeldasýning að okkar hálfu. Líklegt má teljast að kennari vor hefði viljað sjá meiri keyrslu og án efa hefði kennari vor haft rétt fyrir sér. Af öðrum hrossum er það helst að frétt að Litla-Jörp situr svolítið á hakanum þegar ekki er tími fyrir önnur hross. Hún hefur hins vegar tekið miklum framförum hvað varðar stressstuðul í reiðhöllinni og stendur sig að sjálfsögðu eins og hetja sem aðstoðarhross við tamningar á Stóra-Brún
Stóri-Brúnn er að verða svolítið uppáhald. Sýndi hetjulega yfirvegun í morgun innan um þeysireið Reynis og sonar og lærið brokk-stökk gangskipti samkvæmt skipunni "hobb" einn tveir og bingó. Það eina sem raskaði ró hans var þegar Helgi geystist um með skúringamoppuna um áhorfendapallana, en hverjum hefði svo sem ekki brugðið svolítið við það.
Þá held ég að við látum þessum hestafréttum lokið í bili.
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er það er Brúnn að vellta litla rauð úr sessi hvað vinsældir varðar? Jón litli klikkar aldrei þegar mest á ríður, og svo ég vaði úr einu í annað "við teljum á morgunn"
solla (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 23:10
Rauður á sér nú svo marga aðdáendur að telur nú varla mikið þó Brúnn nálgist hann á vinsældarlistanum . Þú kannski lætur mig vita hvað það finnast mörg lömb í henni Botnu minni
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 18.3.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.