23.3.2010 | 11:05
Það jafnast ekkert á við djass..... eða hvað??
Er farin að upplifa mig sem heimavinnandi húsmóður, eða a.m.k. heimavinnandi. Gamla Gufan hljómar í bakgrunninum er ég sit við tölvuna með kaffi í bolla og á eldavélinni mallar slátur sem á að étast í hádeginu.
Reyndar hefur Rás 1 verið aðeins of djassmiðuð síðastliðna daga. Kveður svo rammt að djassinum að ég hef neyðst til að loka fyrir útvarpið á stundum. Ég nefnilega hreinlega höndla ekki djass. Einasta eina tónlistin sem ég bara get ekki að hlustað á nema í mjög takmörkuðum mæli. Það er bara einhver glamrandi í þessu sem fer alveg í mínar fínustu taugar. Má ég þá heldur biðja um meira af gömlu góðu dægurlögunum sem hljómuðu hér í morgun en þá mátti heyra hljóma perlur s.s. "Ég er komin heim" með Óðni Valdimarssyni eða "Rökkurró" með Helenu Eyjólfs. Það er svolítið meira fyrir minn smekk.
Dagskráin stendur þó til bóta en nú fer bráðum að hefjast hin stórgóði þáttur "Samfélagið í nærmynd" og svo náttúrulega er alltaf ákveðin stemning að heyra dánarfregnirnar svona meðan maður er að melta hádegismatinn.
Mögulega er ég bara svona hryllilega gamaldags en það verður þá bara að hafa það. Kontrabassi, trommur, brass, píanó og rámur tenórsax, fellur ekki í kramið en þó má segja að það jafnist ekkert á við djass. A.m.k. hvað leiðindi varðar
nóg í bili.
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf kemur fram meira og meira sem við frænkur eigum sameiginlegt.
Ég nefnilega HATA djass....ég fæ svona óþægindatilfinningu í allan kroppinn sem magnast uppí óþolandi pirring sem getur endað í að öll mín aggresjon brýst út ef djassinn er of lengi í mínum eyrum!
Það er alveg satt, að það jafnast ekkert á við djass hvað leiðindi varðar. Gangi þér vel við heimavinnandi (húsmóður)störfin!!
Kveðja frá Norge
Sigga (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 11:23
Mikið er ég sammála þér með djassinn - finnst fólk sem kallar þetta tónlist alltaf pínulítið truflað...
Vil annars lýsa yfir ánægju minni með bloggdugnaðinn, miklu skemmtilegra að lesa þannig en einhverja fésbókarstatusa :)
Kv. Sigga systir
Sigga systir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 11:55
Alveg er ég hjartanlega sammála með djassinn, þetta er algjörlega eins og þegar maður dregur gamla gaddavírsflækju yfir járn það smígur inn í manns fínustu taugar og framkallar óþolandi pirring.
En að allt oðru, kemur þú norður yfir heiðar um páska?
solla (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 14:47
Leit hér við í heimsókn á þetta huggulega og heimilislega blogg þitt Gunnfríður Elín samstarfsfélagi og Moggabloggfélagi. Vantar allan pólitískan baráttuanda í þetta en ágætt svo sem að hvíla sig á því argaþrasi.
Jón Baldur Lorange, 23.3.2010 kl. 15:28
Djass er ömurlegur og tvímælalaust það versta við rúv
Berglind (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.