12.4.2010 | 00:07
Best að nota tímann............
.............og henda inn nokkrum línum þar sem ég er að bíða eftir að keyrsla klárist. Já góðir hálsar, ég er ennþá að vinna klukkan 23:45 á sunnudagskvöldi og get því sagt með sanni að vinnuvikurnar nái saman hjá mér.
Kom aftur úr "sumarfríi" á þriðjudaginn og þar með varð allt vitlaust. Því á ég nú bágt með að trúa því að fyrir viku síðan hafi ég ennþá verið í fríi. Það hlýtur bara að vera liðinn lengri tími. Allavegana þá er nóg að gera á öllum vígstöðvum. Það útskýrir líka þessa blogglausu daga sem liði hafa.
Þetta verður því stutt og laggott að þessu sinni ég verð nú að fara að sofa á einhverjum tímapunkti þar sem áætlað er að taka hlaup í fyrramálið, ef veður leyfir. Veðrið hefur nefnilega ekki leyft neina stórbrotna útivist upp á síðkastið. Fór í afmæli til Bebbu í gærkveldi sem haldið var á barnum. Þemað var 80´og fóru menn "all out" í búningavali. Til að gera langa sögu stutta þá braust ég heim af barnum rúmlega eitt í nótt í grenjandi rigningu og hífandi roki. Kom heim eins og hundur af sundi en þó skal geta þess að 80´hárgreiðslan hafði einna minnst látið á sjá og get ég því með sanni mælt með "Control Extra hold hairspray" sem fæst í apótekinu í Borgarnesi. Það er svo sannarlega "extra hold" en þó er "brushes out with ease" staðhæfingin sem stendur á brúsanum helber uppspuni þar sem massívan hárþvott þurfti til að koma hárlubbanum í eðlilega stöðu aftur.
Nú hvað annað. Útreiðar og tamningar ganga svona og svona. Rauður er sami ljúflingurinn og alltaf en Brúnn er með eilífðar skæting og hefur tekið upp þá aðferð að bíta í fætur knapans þegar hann er ekki sammála þeim áætlunum sem lagt er upp með. ÉG skarta því nokkrum skrautlegum marblettum á fótleggjunum þessa dagana. Að samráði við yfirmanninn hafa nú verið boðaðar hertar aðgerðir í samskiptum við Brún. Það styttist í próf og meðan við Rauður erum að verða nokkuð örugg með okkur fyrir knapamerkjaprófið þá gæti orðið spennandi að sjá hvort við Brúnn náum að stilla saman strengi okkar fyrir frumtamningaprófið .
Tími til stefnu er reyndar ekki svo mikill eða rétt rúm vika og sú vika er þéttskipuð. Reykjavík á morgun og Skagafjörður á þriðjudag og miðvikudag og þá er nú bara næstum komin helgi. Það er því líklega best að anda djúpt, setja undir sig höfuðið og taka þetta á ferðinni bara.........Eða hvað?
/GEH
Það
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þessar vikur renna saman maður lifandi og mánudagsmorgnar alltaf jafn ömurlegir.
sjáumst sprækar
Berglind (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.