Panikkkkkkkk

Jæja gott fólk, ég er náttúrulega engan vegin að standa mig í blogginu þrátt fyrir öll fögur loforð sem gefin hafa veri um hið gagnstæða.  Ég þykist nú samt geta afsakað þetta að einhverju leiti með því að ég hafi haft óvenju mikið að gera upp á síðkastið en auðvitað er það léleg afsökun.  Eiginlega er það bara engin afsökun því auðvitað segir það manni bara það að ég nýti ekki þessa 24 tíma í sólarhringnum sem skyldi.  Maður verður því líklega að herða sig.

Annars lauk "sumarfríinu" um leið og páskunum og þá varð fjandinn laus.  Ekki laust við að smá panikk gripi um sig hjá undirritaðri enda virtist verkefnalisti hvers dags alls ekki rúmast innan þessara áðurnefndu tuttuguogfjögurra tíma sem manni eru úthlutaðir í hverjum sólarhring.  Einhvernvegin hafðist þetta þó og auk þess taka reiðpróf, frumtamningapróf og taka þátt í Skeifudegi.  Brúnn lét af óspektunum rétt svo nógu lengi til þess að við gætum tekið frumtamningaprófið tiltölulega skammlaust en að sjálfsögðu stóð Litli-Rauður sig eins og hetja og lönduðum við að lokum 4 sæti í keppninni um Gunnarsbikarinn.  Vorum við bæði ákaflega stolt af frammistöðu okkar enda ekki svo ýkja langt síðan við háðum frumraun okkar á keppnisvellinum, bæði tvö skjálfandi á beinunum.

En nú eru hross komin í frí norður í land enda komin tími á að sinna nautgripum og hugsanlega sauðfé í hjáverkum.  Kúaskoðanir eru á dagskrá bæði í Skagafirði og Eyjafirði og að þeim loknum ætla ég að taka smá sauðburðarfrí og skella mér heim á ættaróðalið.  Ég á þar von á þrílembingum úr henni Botnu minni og vissara að vera sjálf á staðnum til ljósmóðurstarfa enda væri Hákon bróðir vís með að klúðra þessu algerlega Tounge

Síðan standa flutningar fyrir dyrum þar sem ég hef hug á að færa mig upp úr holunni Hvanneyri og heldur lengra upp í sveit enda sollurinn hér í þéttbýlinu engin staður fyrir saklausa sveitastúlku eins og mig.  Sumarið er svo á næsta leiti og verður því eftir fremsta megni eytt norðan heiða þar sem fjöllin eru fallegri, grasið grænna og veðrið betra en nokkurs staðar annars staðar.

Jeyjjjj!!!!!Cool

 

Skelli hér inn að lokum mynd af okkur Litla-Rauð á Skeifudaginn.  Vek sérstaka athygli á töktunum hjá Reyni þar sem hann veitir okkur stuðning við að komast yfir hindrunina Wink

 

kopar_stekkur.gif


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband