24.7.2007 | 08:52
í morgunsárið
Ohhh hvað ég var eitthvað andlaus í morgun. Eiginlega bara hálf úldin og til að bæta gráu ofan á svart þá tókst einhverjum að klúðra kaffilöguninni hér í morgun. Skil reyndar ekki hvernig það er hægt þegar það eina sem þú þarft að gera er að opna poka með fyrirfram ákveðnu magni af kaffi og hella vatni á vélina úr könnu sem tekur nákvæmlega það magn af vatni sem til þarf. Huxa að ég fái mér samt annan bolla svona til að ná réttu hressileikastigi svona í morgunsárið. Kaffi og bjór eru tvímælalaust með heimsins bestu uppfinningum
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl frænka litla -- sem ég hef aldrei séð en samt vitað af.
Sorglegt hvernig fór með kaffið þitt. Vildi ég gæti boðið þér mitt sem er bara alveg ágætt, takk fyrir. Passaðu þig samt á bjórnum, hann hefur stundum reynst Þúfnavallaættinni skeinuhættur. Það er ekki allt gull sem glóir né gott sem rennur.
Renndi í gegnum eldri blogg þín -- forvitinn um greinina þína sem þú minnist á. Hvað fyrir grein?
Góð kveðja
Sigurður Hreiðar, 24.7.2007 kl. 09:25
Ó, já! Kaffibolli í morgunsárið er ómissandi, ef restin af deginum á að vera þolanleg... Þetta með bjórinn hef ég hinsvegar aldrei skilið.... Maður gerir ekkert annað en að ropa og míga af honum ;)
Þórey (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:53
Maður þarf nú að skila flestum vökva sem maður innbyrðir hvort sem það er bjór eða annað. Bjórinn er hins vegar best að innbyrða í lok dags í hæfilegu magni sem fyrir flesta (þ.m.t sjálfan mig) er umtalsvert minna en innbyrt kaffimagn. Hæfilegu magni af bjór sem og öðrum drykkjum fylgja engin óhófleg þvaglát eða bakflæði lofts
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 24.7.2007 kl. 14:13
Smáábending. Öruggt ráð til að eyðileggja kaffiuppáhellingu er að gleyma að setja kranastautinn ofan í könnuna áður en kveikt er á henni. Skrítið en svona er þetta. G. Hr. senior
gunnfríður Hreiðarsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:02
Gaman að sjá að G. Hr. senior er komin til sögunnar. Kannski komin með netfang líka, G. Hr.?
Gunnfríður Elín: þessi tækni hefur orðið til að koma á samskiptum þar sem fjarlægðir og tímaskortur hafa komið í veg fyrir eða skorið á kynni og viðhald þeirra. Kannski skemmtilegasti parturinn af blogginu.
Mér finnst áhugavert þetta doktorsverkefni þitt, þó ég sé ekki hestamaður og kunni ekki að sitja hest. Átti samt einu sinni tvo góða vini af kyni hesta -- eða kannski var það ekki nema einn. Sambandið við hinn var í rauninni alltaf hálfgerð fjandvinátta, enda var hann stirfinn í skapi og lítið fyrir að láta einhvern strákpatta stjórna sér, en þetta var í þá daga þegar maður lagði aktýgi á hest og spennti þá fyrir eitthvert tæki, einn eða tvo. Aldrei steig hann samt ofan á mig. -- En -- gefðu mér signal þegar ég get lesið greinarnar þínar, mér finnst þetta forvitnilegt.
Vona þér gangi betur með kaffið í fyrramálið.
Sigurður Hreiðar, 24.7.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.