Save me from Saving Iceland

Ég sá rétt í þessu auglýsingu sem tilkynnti mér að framtíð mín væri á Selfossi.  Ekki björt framtíðarsýn þar þykir mér.  Ég örvænti þó ekki enda sannfærð um að að ég ráði sjálf minni framtíð sem og flestu öðru í mínu lífi, ég veit ekki hvaða mannlegi máttur myndi áorka það að draga mig á Selfoss.  Þó á maður aldrei að segja aldrei um nokkurn skapaðan hlut.  Sjálfsagt er ágætt að búa á Selfossi.  Ég var þar eitt sinn stödd á samkundu þar sem einhver mektarmaður dásamaði þar allt í bak og fyrir, sérstaklega útsýnið!!! - Hvaða útsýni skyldi það nú vera spurði ég sjálfa mig.  Þar er reyndar gott útsýni upp í himinn og ef ekki rignir þá sjást malarnámurnar sem kallast víst Ingólfsfjall í daglegu tali.  Líklega er best að hætta núna þessu tali um Selfoss, ef svo ólíklega skyldi vilja til að framtíð mín væri þar. Hætta áður en ég hef með öllu fyrirgert rétti mínum til að gerast Selfysskur (dregið af Selfyssingur) ríkisborgari.  Maður veit jú aldrei.

Það er annars margt sem maður rekst á á veraldarvefnum.  Saving Iceland hefur verið mikið í fréttunum undanfarið.  Einkennilegt fyrirbæri það, ekki sérstaklega björgulegt ef svo má segja.  Alls óljóst hverjir eru að bjarga hverju frá hverjum.  Mér sýnist að hér sé það ekki "Iceland" sem þurfi allra mest á "saving" að halda.  Ég afþakka hér með pent allra þeirra hjálp í framtíðinni hugsa að ég geti betur bjargað mér sjálf.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband