27.7.2007 | 09:12
Brostu :-)
Það er líklega best að bregðast við athugasemdum við síðustu færslu með smá brosbloggi Reyndar hef ég nú jafnan talið mig vera fremur bjartsýna að eðlisfari þó svo að stöku sinnum hlaupi í mig einhver smá skætingur . Það rýkur jafnan fljótt úr mér aftur og sjaldan fylgir mikil alvara þeim málum.
En svona fyrst hún amma mín talar um að brosa, þá las ég einhversstaðar það þjóðráð að ef þannig kynni að hátta að menn væru eitthvað illa fyrir kallaðir á einhverjum tímapunkti þá væri óbrigðult ráð að brosa út að eyrum í nokkrar mínútur (eða eins lengi og til þarf). Þetta yrði þess valdandi að lundin léttist og ég er bara ekki frá því að þetta virki barasta.
Annars liggur nú fremur vel á mér þessa dagana enda engin ástæða til annars þó svo að það rigni (sú rigning var reyndar orðin löngu tímabær). Reyndar hef ég ekkert við rigningu að athuga, rigning getur verið hið þægilegasta veður. Rok hins vegar blæs stundum í mig einhverjum skætingi.
Yfir og út í bili
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Betra
Sigga frænka (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.