30.7.2007 | 09:06
Í upphafi vinnuviku
Jæja mánudagur enn og aftur enda koma þeir víst reglulega eða u.þ.b sjöunda hvern dag er mér sagt. Ég kann reyndar ágætlega við mánudaga, þeir marka upphafið að nýrri vinnuviku og mér finnst nú alltaf voðalega gaman að byrja á einhverju nýju. Síðastliðin helgi reyndist vera hin ágætasta í alla staði. Talsvert um útreiðar, sérstaklega í gær enda aldeilis frábært veður og það fór því svo að öllu hross á járnum voru hreyfð og líklegast er nokkuð langt síðan það gerðist síðast. Allt gekk þetta nú stóráfallalaust þrátt fyrir að gamlar merar tæku upp á að ganga í barndóm og allir komu heilir heim, nema ef vera skyldi að sjálfsálit gömlu merarinnar hefði beðið einhverja hnekki.
Set hérna að lokum stjörnuspána mína úr mogganum í dag, eins og venjulega þá "meikar þetta engan sens" hjá þeim blessuðum nema þið skiljið þetta betur en ég
Ljón: Hentu þér út í fjörið þótt það liggi kannski ekki endilega lífið á. Það góða við þig er að þú bíður ekki alltaf fram á seinustu stundu með að framkvæma hlutina.
Gleðilegt upphaf vinnuviku
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nafnið er Izhevsk. Af gefnu tilefni læt ég hér vísu í tilefni dagsins.Hún er að vísu lítt skiljanleg enda úr gamalli afmællisdagabók og vísan sjálf úr Sigrdrífumálum!! Þat ræðk þér, þótt þú fagrar sjáir brúðir bekkjum á, sifjar silfrs láta þínum svefni ráða; teygjat þér at kossi konur. Það er nefnilega það.
ammaG (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 12:38
Izhevsk var það og merkilegt nokk sé ég ekki betur en borgin sé í Udmurtiu en Udmurtiu rakst ég fyrst á síðastliðin vetur þegar ég var að grúska í uppruna hinna ýmissu hrossakynja og gerði mikið grín að (Udmurtiu þ.e). Fannst þetta nú helst mynna á lélegan brandara og var lengi vel í vafa um hvort Udmurtia væri yfir höfuð til í alvörunni. En svo er víst og merkilegt nokk þá hefur hann faðir minn lagt leið sína þangað. Þannig að ég sendi mínar bestu kveðjur til Udmurtiu, án efa býr þar ágætisfólk
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 30.7.2007 kl. 14:00
Sæl og blessuð. Ég hef rekið nefið ansi oft hingað inn en aldrei kommentað. En í dag held ég sé alveg tilvalið að kommenta því ég minnist þess að það hafi verið bakað heima hjá mér á þessum degi fyrir 9 árum. Þó mér finnist nú ekki vera svo langt síðan ;)
Innilega til hamingju með daginn :)
kveðja Fríða
Fríða frá Laufási (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 14:45
Til hamingju með daginn góða mín
Vona að þú eigir góðan dag.
Kv. Þórey
Þórey (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 16:57
Til hamingju með afmælið mín kæra :-)
Jónína (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 17:10
Hæ til hamingju með daginn kv Gústa
Gústa frænka (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 18:30
Til hamingju með afmælið frænka góð. Þar sem við eigum nú sömu stjörnuspá get ég vel viðurkennt að amk hluti spárinnar í dag á vel við mig. Ég á það nefnilega til að láta hlutina bíða fram á seinustu stund Vona að þú hafir átt góðan dag!! Klems frá Norge.
Sigga frænka (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 22:34
Úbbss las aftur og þetta á aldeilis ekki við mig heldur
Sigga frænka (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 22:36
Til hamingju með daginn, var ein af þessum gömlu merum nokkuð Litfríð?
Gústav (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.