Olei

Einmitt það, komin föstudagur og það meira að segja verslunarmannahelgarföstudagur.  Einu sinni hefði það nú verið tilefni til netts fiðrings í tánum en það hefur nú ekki gerst í nokkuð mörg ár.  Það skal þó viðurkennast að ég væri alveg til í að kíkja eitthvað út, einfaldlega vegna þess að aldrei þessu vant er eitthvað um að vera á Akureyri.  Það er blasir þó við ákveðið vandamál sem er skortur á hæfu fylgdarliði.  Auglýsi hér með eftir því

Góða og gleðilega Verslunarmannahelgi

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri nú til í að skreppa með þér út á lífið, verst bara að ég er soldið langt í burtu.... Gætum nottlega bara farið út á sitthvorum staðnum og skemmt okkur saman í anda

Þórey (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Ég væri nú alveg til í að hafa þig hérna með mér en við gætum nú prófað hitt.  Verið í SMS og símasambandi.  Svona til að upplýsa hvora aðra um gang mála

Góða skemmtun

GEH

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 3.8.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég veit ekki hvað þú ert gömul, en ef þig vantaði "fullorðna" manneskju til að tjalda fyrir þig væri ég alveg til í það. Frænkur eiga að umgangast á vinsamlegum nótum. En eins og fleiri, er ég nokkuð langt í burtu. Spurðu ömmu þína og nöfnu nánar útí skyldleikann. Góða helgi hvernig sem fer.

Helga R. Einarsdóttir, 3.8.2007 kl. 13:26

4 identicon

Það er gott fyrir þig að vita að þú átt frænku á Selfossi ef þú skyldir setjast þar að. Mamma hennar er systir mín. Kv.

ammaG (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 17:49

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Eru einhverjar pælingar í gangi um Selfoss?

Helga R. Einarsdóttir, 3.8.2007 kl. 17:58

6 identicon

nett sida! GLedilega verslo!

Gusta (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 18:51

7 identicon

Innilega til hamingju með daginn á mánudaginn kæra frænka. Ég veit ekki hvað tímanum líður, svo hér kemur kveðjan þó seint sé.

Fanney og co.

Fanney frænka (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband