26.9.2007 | 16:58
málfarsfasistinn
Síðasta vor ætlaði ég að gera svo margt í haust, eitt af þeim atriðum var að læra frönsku enda finnst mér að það hljóti að vera nauðsynlegt að kunna eitt latneskt mál. Nú hlutirnir æxlast oft heldur öðruvísi en ætlað er og ekki ætlar að gefast mikill tími til tómstunda þetta haustið. Með gríðarlegri skipulagningu og harðfylgi hef ég getað troðið inn tveimur gangnahelgum og komist í göngur. Til þess að gera þó eitthvað hef ég hins vegar ákveðið að fara í smá málfarsátak. Það get ég gert með tiltölulega litlum tilkostnaði og án þess að nota í það mikinn tíma. Ég hef nefnilega staðið sjálfa mig að því að segja hluti sem ég er ekki alveg viss um að séu réttir og er hreint út sagt búin að steingleyma langflestum þeim málfræðireglum sem Emilía og Ólöf íslenskukennarar tróðu í hausinn á mér fyrir margt löngu síðan.
Ég hef því ákveðið að snúa við blaðinu og gerast málfarsfasisti enda veit ég ekkert meira óþolandi en þegar ég sé setningar eins og "það var æðsl" , "það var bra brjál kúl mar" og þar fram eftir götunum svo ég tali nú ekki um hið sérstæða SMS málfar sem ég botna hvorki upp né niður í. Ég bara skil ekki sum SMS sem mér berast.
Sjálfsagt má færa rök fyrir því að þetta séu ellimerki en ég vil halda því fram að hér sé um þroskamerki að ræða. Stærsta átakið verðu hins vegar að hætta að sletta á fagmáli, ég á sko eftir að svitna yfir því
Kveðja
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 582
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hip hip húrraaaaa!!! Þetta er ættgengt langt aftur. Ha ha ha! kv. aG.
aG (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 18:56
Velkomin í klúbbinn!
Góð kveðja
Ömmubróðir
Sigurður Hreiðar, 27.9.2007 kl. 08:32
gaeti ekki verid meira sammala! Afram Islenska!!!!
Gusta jr fraenka (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.