Þriðjudagshugleiðingar

Mér líður eins og ég hafi allan heimsins tíma, það er vegna þess að ég get leyft mér að sitja á skrifstofunni og vinna að því að minnka himinháa bunka af óleystum verkefnum auk þess sem ég geri ráð fyrir að fara heim á eðlilegum tíma í dag.  Þar sem mér finnst að ég hafi svo mikinn tíma þá ákvað ég að leyfa mér að nota nokkrar mínútur í að skrifa fáeinar línur.  Ég hef komist að því að starf mitt krefst þess að ég tali mikið í síma.  Það hefur mér alltaf þótt leiðinlegt atferli.  Svo er síminn alltaf að trufla mann.  Maður er niðursokkin í eitthvert verkefni og bamm síminn hringir.   Venjulega hringir hann líka oftast þegar maður hefur sem mest að gera. 

Annars eru þriðjudagar ákaflega góðir dagar sem hefjast á kennslu.  Í morgun tilkynnti ég próf á föstudaginn og uppskar gríðarleg fagnaðarlæti.  Mér var vinsamlega bent á það að það væri karókí kvöld á barnum á fimmtudagskvöldið og því væri 8:15 á föstudagsmorguninn ekki heppilegur tími fyrir próf.  "Thats to bad" sagði ég með minni ísköldustu röddu.  Ég er farin að upplifa mig sem feikistóra gribbu sérstaklega þegar nemendurnir úr stofunni við hliðina sópast inn í sína stofu þegar ég hóa mínu liði inn.  Mér nefnilega á að hvæsa á þau um daginn fyrir óþarfa hávaða.  Nú þjóta þau af stað við það eitt að sjá mig.  Mig minnir að svona nefnist virk skilyrðing eða eitthvað álíka.  Þetta svínvirkar og líklega ætti ég að nota þetta meira

Gribban óskar góðra stunda

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bless bless=bakubaku (á rússnesku)

aG (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 14:42

2 identicon

Þú ert greinilega að slá í gegn, bið að heilsa

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 07:17

3 identicon

líttu aftur á ath. þar sem þú skrifaðir inn hundasögur  handa frænda þínum.

aG (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:34

4 identicon

Óóóó er þetta ekki yndisleg tilfinning að geta bara sýnt sig með smá svip og látið fólk hlaupa heheheheheh...... það finnst mér ... ég hef nefnilega þessa sömu hæfileika ef ég vil svo við hafa!!

Sigga frænka (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 571

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband