30.11.2007 | 21:29
ROK
ROK er orð dagsins. Vaknaði fyrir allar aldir í morgun eða nánar tiltekið rúmlega 5. Tilefnið var að ég átti að vera mætt í flug til Akureyrar kl 7:15. Keyrði suður ásamt Magnúsi. Það var að sjálfsögðu skítaveður, með öðrum orðum sagt, ROK. Hitti Grímsa frænda á flugvellinum og hann tilkynnti okkur að við gætum algerlega gleymt þeirri hugmynd að ætla að fljúga norður. Ástæðan. ROK. O jæja fundurinn fór því fram í gegnum síma en voðalega hefði ég verið til að fá að sofa bara pínu lítið lengur. Uppgötvaði enn og aftur fötlun mína í dægurmálum unga fólksins er upp komst að ég hafði aldrei horft á Næturvaktina og vissi ekki hverjir leika í henni. Keyrðum aftur upp á Hvanneyri í enn meira ROKI. Ohh hvað mér er illa við þetta helv. ROK
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð frænka
já það hefði nú verið betra að halla sér bara á koddanum hehh alltaf sama stuðið þegar þið frænkurnar eru á ferðalagi annars bara rétt að skilja eftir spor hafðu það gott
bestu kveðjur Sólrún ormarnir biðja að heilsa
Sólrún frænka (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 01:24
Já það er eitthvað annað, lognið hér í henni Oslo....hér bærist vart hár á höfði og ég segi norsurum að hætta að væla þó að komi 5 metrar á sek. Var einmitt að segja þeirri sem var á vakt með mér í nótt að aðfararnótt mánudagsins síðasta hafi veðurhamurinn farið upp í 50 metra á sek á gamla landinu. Það getur maður kallað blástur!!! Ekki þekki ég þessa næturvaktarleikara...en hef þá afsökun að ég horfi ekki á íslenskt sjónvarp...þó maður geti víst horft á þetta á YouTube.
Hafðu það annars bara gott
Frænkan í Norge (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.