jólasmákökur o.fl

Hvanneyri er merkilegur staður.  Þvílíkt og annað eins rokrassgat er líklega vandfundið.  Á hinn bóginn virðist það vera þannig að nú þegar válynd veður geysa víðast hvar annarsstaðar á Íslandi þá er loksins skaplegt verður hér.   Sem betur fer fyrir restina af Íslandi eru þetta undantekningar tilfelli.  Því miður fyrir okkur hin sem búum hér.  Ekki það ég ætli að kvarta mikið.   Er orðin svo harðsvíruð að tölur uppundir 40 m/sek á veðurskiltinu góða, við Mótel Venus, eru bara eins og hvert annað daglegt brauð.  Enda hafa slíkar tölur sést þar daglega nú um nokkurt skeið.

Annars bakaði ég í gær, samdi við ofninn um að hann væri til friðs og hann tók þeim samningaumleitunum nokkuð vel.  Ofinn í íbúðinni minni er nefnilega örlítið duttlungafullur og bakar ýmist allt súper-fljótt við ofurhita eða hann ákveður að taka sér góðan tíma í verkið. 

Það hefur því bæst jólasmákökuilmur í litlu íbúðina mína ofan á jólaskrautið.  Sem sagt voða huggulegt allt saman

Kveðja af eyrinni+

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kem í heimsókn á morgun :) taka út baksturinn :)

kv Þorbjörg Helga

Þorbjörg (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:56

2 identicon

Já það er búið að vera helv rok og leiðininlegt veður undanfarið, eitthvað sem maður á ekki að venjast í Suðursveit   Annars er maður svona að skríða í jólaskapið, allt fé komið á hús og tilhleypingarnar að byrja....

Bestu kveðjur úr Suðursveit

Þórey (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:40

3 identicon

hum...þarf að taka mig saman í andlitinu og baka aðeins.

Takk fyrir innlitið, það var svo hressandi að hitta þig aftur.  Á við 50 geðpillur .  Komdu fljótt aftur......

Kolla (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband