4.1.2008 | 15:23
Skipulagt kaos
Ég hef aldrei verið neitt ofur-skipulögð.
Hef haft nokkra ánægju af því að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og hef alltaf haft gaman af óvæntum uppákomum og því að geta gert það sem mér dettur í hug þegar mér dettur í hug.
Hef gaman af því að láta koma mér á óvart og að koma öðrum á óvart.
Heillast alla jafna mest af fólki sem er frjótt í hugsun, sjálfstætt og hvatvíst en leiðist frekar þegar fólk er ofurvarkárt, einstrengingslegt og segir í sífellu "að fólk geri nú ekki svona eða hinsegin"
Það kom mér því talsvert á óvart þegar ég uppgötvaði í dag að ég er algerlega handalaus þar sem ég hef ekki fengið dagbók ársins 2008 í hendurnar. Er búin að þéttskrifa litla dagatalið aftast í 2007 dagbókinni. Þarf orðið að skipuleggja mig fram í tíman.
Reyni samt að einskorða þetta við vinnutíma. Hef ekki hugsað mér að fara í meiriháttar skipulagningu á félagslífinu, þar mun eftir sem áður ríkja hið skipulagða kaos.
Bestu skemmtanirnar eru alla jafna óundirbúnar- ekki satt
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var einmitt að kaupa mér dagbók í dag og ætla að vera dugleg að skrifa og skipuleggja þetta árið! :o) En ég er sammála þér með að bestu skemmtanirnar er yfirleitt óundibúnar, en við ættum nú samt kannski að láta okkur hafa það að skipuleggja "hitting" í sumar í tilefni af því að hafa öll endurheimt hann Jón Gunnar kallinn?
Hafðu það gott Gunnfríður
kv. Vigdís. :o)
Vigdís (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 19:24
Mig er mikið farið að hlakka til að hitta þig í vikunni. Er reyndar upptekin mánudags og þriðjudagskvöld, en eftir það nokkuð laus......nema laugardagskvöld...Annars plana ég aldrei neitt!!
Kolla (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:56
Við höfum greinilega fengið svipuð gen hvað þetta varðar, nema þetta sé einkenni ljónsins?? Ég berst um á hæl og hnakka að reyna að kenna fólkinu hérna að vera örlítið meira spontant....enda skipulegg ég sjaldnast neitt.
Hinsvegar þarf ég líka að eiga dagbók ...en ekki til að skipuleggja mig, heldur einfaldlega til að vita hvenær ég á að vinna.
Sigrún (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:08
Ó, jú það er nú alveg rétt hjá þér góða mín að bestu skemmtanirnar eru þær sem eru bara alls ekkert planaðar!! Allavega hef ég reynslu af vel skipulögðum skemmtunum sem áttu nú að vera rosa skemmtanir, en urðu svo hundleiðinlegar... Hvenær ætlum við að fara til Noregs?? Núna í sumar ekki satt??
Þórey (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 04:27
Ekki málið ...þú færð gistingu í Sólskinskróknum hvenær sem er ....svo lengi ég er heima sjálf. Og ...að sjálfsögðu Þórey vinkona þín líka...... ef þið eruð að spá í Norges ferð og vantar gistingu
Sigga frænka (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.