8.1.2008 | 21:37
Aftur til fortíðar
Óvænt atvik geta stundum gert mann svo glaðan. Fékk póst frá Mat í dag, hef ekki heyrt frá honum í meira en 2 ár, enda er ég ekki duglegasta manneskja í heimi að halda sambandi við gamla félaga. Það er því gaman er þeir dúkka svona óvænt upp sérstaklega þegar það er einhver af þessum frábærlega skemmtilegu. Mat er nefnilega hann Matthieu, hin frábæri Fransmaður sem bjó með mér, Jose og Paolo á Nyvej. Snillingur sem var alltaf í góðu skapi, elskaði mat og talaði bæði hátt og mikið.
Í tilefni þess set ég hér eina af okkur sambýlingunum 4 og Georgio sem var nú eiginlega orðin eins og einn af mublunum.
Frá vinsti: Georgio Sikileyingur og snilldar kokkur reyndar, Jose portúgalski dýralæknirinn sem gekk Paolo í föðurstað, hin mest karlremba en gat eldað dýrindis dýrindis saltfisk, Matthieu fransmaðurinn frábæri og síðast en ekki síst Paolo sem stóð undir öllum þeim steríotýpuhugmyndum sem menn hafa gjarnan um ítalska karlmenn; gat hvorki fætt sig né klætt, fékk mat sendan að heiman frá mömmu (frábærlega góðan mat)og var latari og kærulausari en andskotin sjálfur. Paolo var algerlega óhæfur til allra verka nema eins og það var að opna vínið. Það gerði hann snilldarvel
Yfir og út af Eyrinni
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já það er alltaf gamann að heyra í gömlum félögum því það vekur alltaf upp svo góðar minningar hjá manni ;)
hemmi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:10
Maður öfundar þig nú bara..ekkert smá cool at búa bæði með Frakka og Ítala og það í einu!!! Mér sýnist þú nú bara vera eins og Drottningin af Saaba þarna innan um hestastóðið (já..nú er ég farin að slá um mig á sveita-fræðimáli). Takk fyrir frábæra heimsókn. Er ekki enn búin að búa um þig, þannig að þú getur slengt þér á sófann aftur ....sem fyrst.
Kolla (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.