22.2.2008 | 09:22
Urð og grjót. Upp í mót.
Jæja jæja þá er þessi vinnuvika að renna sitt skeið. Það var ansi uppgefin og pirruð kona sem skreið hér inn um dyrnar í gær um hálf sex leytið. Ég náði þó að elda mér smá kvöldmat og innbyrða hann áður en ég lognaðist útaf fyrir framan sjónvarpið. Ég ætla hins vegar að halda pirringnum fyrir mig í þetta skiptið, leyfa honum bara að fjara út svona hægt og bítandi. Draga andann djúpt og telja upp að tíu. "Take the high road" eins og sagt er á útlenskunni.
Í dag sit ég heima. Hef komist að það er eini staðurinn þar sem ég fæ einhvern frið til að vinna í verkefninu mínu. Hugsanlega léttir það lundina eitthvað og friðar samviskuna sem nagar mig æ fastar eftir því sem dagarnir líða.
Fann gömlu skólaljóðin mín um daginn. Ótrúlegt hvað maður man ennþá af þessum ljóðum sem maður lærði fyrir um 20 árum síðan (já það eru orðin 20 ár síðan ég sat í ljóðatímum hjá Emilíu í gamla Húsmæðraskólanum á Laugalandi).
Einhverra hluta vegna er Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson ofarlega í huga. A.m.k fyrstu 6-7 línurnar.
Yfir og út af eyrinni
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.