Þarfasti þjóninn

Er að hugsa um að byrja þennan þriðjudagsmorgun á smá bloggi.  Morguninn er reyndar löngu byrjaður, en hvað um það.  Þarf að fara með Ljónið í smá viðgerð í dag.  Það var reyndar löngu vitað. Eitthvað jafnvægisstanga-skdkrif sem þurfti að skipta um (eða amk. einhvern hluta af þeim, hvort heldur sem nú er).  Ætli ég láti ekki kíkja á hann eitthvað frekar enda er ég búin að keyra hann hvorki meira né minna en 51.000 km síðan ég keypti hann fyrir tveim árum síðan.  Tvímælalaust hlutur sem ég á bágt með að lifa án.  Hinn nútíma þarfasti þjónn. 

Ljónið mitt hefur því dugað nokkuð vel, þrátt fyrir að vera hvorki stærsti, traustbyggðasti né flottasti, bíll í heimi.  Hann er hins vegar mjög sparneytin bíll og það er tvímælalaust hans langbesti kostur því fátt finnst mér verra en að kaupa lítrann af bensíni fyrir amk. hundraðþrjátíuogeitthvað krónur, af fyrirtækjum sem vitað er að svindla á okkur sem mest þau mega, til þess eins að brenna því og losa gróðurhúsalofttegundir.  Þetta hlýtur að vera eitt stærsta ripp-off sögunar.  Og við stöndum í röð til að láta plata okkur upp úr skónum, aftur og aftur og aftur og aftur.  Það er þá skömminni skárra að borga bifvélavirkjum fyrir að lappa upp á sjálfrennireiðina þegar þarf, þó ég vildi nú heldur eyða þessum peningum í mig - en það má þó segja að ég sé að því, beint eða óbeint, þar sem ég get bara alls ekki án Ljónsins verið eins og fram hefur komið.  

Í þetta skiptið ætla ég með hann niður á Akranes.  Fór síðast með hann upp í sveit, var búin að segja þeim hvað það væri sem þyrfti að skipta um og fávísu konunni henni mér datt því í hug að búið væri undirbúa komu Ljónsins þegar hann var loksins kallaður á svæðið.  Það reyndist hinn mesti misskilningur. 


Bifvélavirki:  Hann verður tilbúin eftir svona 10 daga til hálfan mánuð. 
Bifreiðaeigandi:  Það gengur ekki ég get ekki verið bíllaus í hálfan mánuð
Bifvélavirki:  Ég þurfti að panta í hann varahluti því skrube sklris lekur og skjrois firlsidfd er ónýtt
Bifreiðaeigandi:  Það er ábyggilega búið að leka í langan tíma svo nokkrir dagar í viðbót skipta varla miklu máli, 
Bifvélavirki:  Það er nú ekki gott að keyra á honum svona
Bifreiðaeigandi: (með ákveðnum tón) Ég þarf að hafa bílinn og kem og sæki hann núna á eftir.

Sem og ég gerði.


Því verður núna farið með Ljónið á verkstæði sem á varahluti í Peugeot á lager
Þetta er reyndar bara ein af mörgum raunasögum bíleiganda á Hvanneyri því ég gæti sagt margar sögur af smurstöðvum sem neita að leyfa manni að panta tíma, heldur segja komdu bara núna (það er ákaflega frústrerandi þegar maður svo kemur eftir að hafa keyrt niður í Borgarnes og sér að á meðan hafa komið 3 bílar sem eru á undan manni).
Annars þarf ég ekki að örvænta vegna farskjótaleysis því Litla-Jörp og Bleik eru mættar á svæði og ég veit ekki betur en að Íslendingar hafi í margar aldir notast eingöngu við þá tegund af þarfasta þjóninum við ferðalög milli staða.

Yfir og út 

GEH

p.s  Verið nú duglega að kvitta til að gleðja mig í bílleysinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Híhí, þetta er snilldar pistill hjá þér! Mér finnst eins og ég hafi einhvern tíma átt nákvæmlega svona samtal við einhvern svipaðan gaur í gamla daga þegar ég átti bíl.....

kv. Vigdís. :o)

Vigdís (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:48

2 identicon

Íhugarðu alvarlega að skipta út Ljóninu fyrir Litlu-Jörp??  Þegar maður á ekki mann, þá er nú það minnsta sem hægt er að eiga er Villidýr.. og þú átt bæði villidýr og fola (humm..reyndar konufola...ekki alveg eins gott kannski..eða?) Segi ekki meir. Over and out.

kolla (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:13

3 identicon

Jahá ...sé þig í anda með tvo til reiðar og nestistösku á hnakknum á Vesturlandsveginum og Miklubrautinni á leið þinni í Bændahöllina!!!

kv ...S

Sigga frænka (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:02

4 identicon

Já, mæli með því að taka aðferð Siggu á þetta. Mundu bara að hringja í Gísla Einars á undan og sýndu alþjóð hvernig bændaforystan hagar sér í morgunrushinu. :)

Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:59

5 identicon

Blessaðir bílarnir og blessaðir veri bifreiðaviðgerðarmennirnir

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:01

6 identicon

gott að láta ekki bifvélavirkjana segja sér fyrir verkum, veit samt ekki hvort Litla Jörp verður viljug í bændahöllina miðað við hvernig hún lét þegar hún lagði upp í ferðina á Hvanneyri kveðja Mæja skjónufóstra

mæja mömmusystir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband