Atvinnuklappstýra

Við Þorbjörg fórum í reiðtúr í dag.  Sá reiðtúr var nú farin meira af prinsippástæðum en löngun til útreiða.  Skítakuldi, norðangarri og úrkoma sem eiginlega flokkaðist sem hagl.  Mikið rosalega er vont að fá svona hagl í augað, eitt augnablik varð ég algerlega blind og hefði hún Litla-Jörp viljað, hefði hún líklega auðveldlega getað notað tækifærið og losnað við mig því það tekur smá tíma að ná jafnvægi aftur þegar maður sér ekki neitt og nístandi sársauki sker í gegnum höfuðið (smá dramatík hérnamegin).  En hún Litla Jörp mín trítlaði áfram algerlega ómeðvituð um ástand knapans sem bölvaði hraustlega en náði fljótt jafnvæginu aftur og stuttu seinna hluta af sjón. 

Allar (ég, Jörp, Þorbjörg og Bleik) komumst við þó heim enda vindurinn í bakið seinasta hlutann.  En það leið langur tími þar til ég náði fullri sjón og hreyfigetu í andlitsvöðvana. 

Nú svo ég snúi mér að öðru, þá er ég að hugsa um að gefa starfsferil sem nautgriparæktarráðunautur upp á bátinn og gerast þess í stað atvinnuklappsýra.  Þessa hugmynd fékk ég frá kínverskum ritstjóra tímarits sem lagði starfið á hilluna en æfir nú klappstjórnun af kappi í þeirri von að komast í klapplið Ólympíuleikana. 

Og í framhaldi af því langar mig að fá að vita af hverju það var talin góð hugmynd að Kínverjar héldu Ólympíuleika.

Yfir og út af eyrinni

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég ráðlegg þér eindregið frá því að fara í þetta kínverska klappstýrudæmi ég held að Kínverjar verði að hoppa fram um minnstakosti eina öld áður en þú funkerar í því guðsvolaða landi vertu heldur áfram í kýrrössunum kveðja Mæja

mæja mömmusystir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:19

2 identicon

Eg a mjog erfitt med ad imynda mer tig sem klappstyru! Tad er eflaust vegna tess ad tu ert med oliklegri konum til ad ad dansa um med pompoms! :)

Gusta jr fraenka (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 15:24

3 identicon

Hvaða neikvæðni er þetta, hef fulla trú á þér sem klappstýru :) en held nú samt að eins og Gústa segir að þú sért nú ólíklegasta konan til að dansa um með dúska, nema að þú klæðir þig upp sem eins slík og mætir þannig að komandi grímuball :)

Þorbjörg (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband