far- og furðu- fuglar

Mig minnir að eitthvert góðskáldið hafi líkt tímanum við vatnið.  Nú ef svo er þá er flóð núna, stjórnlausar vorleysingar og tíminn bara æðir áfram.  Ég sé að ég hef ekki bloggað í tæpar tvær vikur.  Þessi tími bara hvarf út í buskann áður en ég náði að blikka auga.  En nú er vorið að koma,  það er rétt handan við hornið.  Leyfir manni að fá smá nasasjón af sér annað slagið.  Kíkir fyrir horn.  Og einhvern daginn kemur að því að það kemur fyrir hornið og er þá komið til að vera.  Þetta vita fuglarnir sem eru farnir að syngja kvölds og morgna.  Þeir tínast hingað einn af öðrum, endur, gæsir, lóur og hrossagaukar.  Því miður ekki spóar, hefði verð flott að enda setninguna á lóur og spóar.  Spóinn kemur ekki fyrr en seinna í Apríl. 

Þetta voru farfuglafréttir dagsins, sem ritaðar eru  meðan ég bíð (Ó)þolinmóð eftir að tölvan mín malli í gegnum arfgerðir 4800 hrossa.  Þetta er ekki alvega að gera sig.  Furðufuglafréttir dagsins læt ég ósagðar.  Þær eru ekki til opinberar birtingar

Yfir og út

GEH

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bannað að segja A og ekki B!!! Annars er vorið á fullri ferð hér ...loksins eftir páskahret og skítakulda á eftir.....kominn timi til ...ég vil SÓL og HITA

Sigga frænka (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:20

2 identicon

Það var ansi kalt að fara út að skokka í morgun, segi það sama og Sigga, vil fá sól og hita og svo nokkur lömb líka :)

Nennti ekki að læra og ákvað að kvitta frekar :)

Þorbjörg Helga (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:38

3 identicon

Eg stod i teirri tru ad vorid vaeri komid til London, enda farid ad hlyna og solskin nanast daglegt braud! Svo skall bara a snjor um sidustu helgi, eg var steinhissa a tessu ollu saman! :)

Gusta fraenka i London (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:11

4 identicon

London já þar sem við verðum eftir 10 daga, hvorki meira né minna, jihúúúú!!!! Váá hvað tíminn er fljótur að líða.

Heyrumst fljótlega

Fanney

Fanney Bergrós (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:32

5 identicon

Hallo!

Hvernig er tad, er haegt ad semja um ad fa tvo kassa af draumbitum,
(svona kassar eins og hraunbita kassarnir!) Latid mig endilega vita, numerid mitt uti er 00447914629815 :) seeya soon!

Gusta fraenka i London (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband