17.5.2008 | 01:33
Nóttin, nóttin
Ég er næturdýr, það er sko alveg á hreinu. Alveg er það nú dæmalaust frábært að rölta heim úr fjárhúsunum á kyrri vornótt. Nóttin skiptist nefnilega í nokkra fasa á þessum árstíma. Upp úr miðnætti fer að hægjast um og rökkva, engu að síður heyrast ennþá svolítil náttúruhljóð svo sem stöku fugl og svo auðvitað jarmið í ánum og lömbunum. Upp milli tvö og fjögur ríkir alger kyrrð, eins og allur heimurinn hafi sammælst um að nú sé hvíldartími. Fuglar og ær eru lögst til hvílu enda mið nótt. Upp úr fjögur fer svo allt að lifna við, það fer að birta, fuglarnir fara að láta á sér kræla og smá saman fer að birta aftur. Það er hins vegar alveg sama hvenær nætur maður er á ferðinni, alltaf er þessi dásamlegi friður og kyrrð eins og maður sé algerlega einn í heiminum
Eins og ég hef áður sagt þá er algert sáluhjálparatriði að komast í sauðburð. Alveg jafn mikilvægt og að fara í göngur á haustin og upplifa það að vera einhversstaðar einn með hest, hund og nokkrar skjátur. Líklega er ég ekki bara næturdýr heldur líka hálfgerður einfari
yfir og út úr Eyjafirðinum
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einfari en ekki einsDÆMI
Hefur þú komið í kríuvarp á lögboðnum kyrrðartíma? - Svona gerist líka rétt áður en rigningin kemur eftir langvarandi þurrk (sama hvað klukkan er).
Þeir sem upplifað hafa almyrkva sólar, segja að nákvæmlega þetta gerist þá - skepnur ganga til hvílu og allt verður hljótt
MAGNAÐ og hér er LOGN (langvarandi miðað við allt og allt
e (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 09:47
Man ekki höfund en vísan segir það sem þarf.
Langt til veggja heiðið hátt
hugann eggja björtu sporin.
Hefði ég tveggja manna mátt
myndi ég leggjast út á vorin.
aG (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 14:06
Ég er að klúðra, sá það ekki fyrr en um leið og ég sendi. Viltu leiðrétta línu tvö í vísunni. Á að vera "hugann eggja BRÖTTU sporin.
Ef þú finnur tíma um helgina ættirðu að kíkja aðeins við í Rauðum. Rússarinir eru komnir.
aG (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.