einhver sagði eitthvert sinnið að fólk er fífl

Ég hef endanlega sannfærst um að heimurinn er fullur af fávitum.  Fólki sem ekki ræður við horfa á hlutina í öðru og stærra samhengi en snýr að því sjálfu.  Vegna þessa hef ég tekið upp alveg nýja taktík.  Ég nefnilega nenni ekki að vera sí og æ að fuðra upp eins og púðurtunna.  Ég ætla því að reyna að staldra við og hugsa málin.  Hugsa þau svo aftur og síðan enn einu sinni.  Þá fyrst er ég orðin róleg og tilbúin til að díla við svona fólk.  Sem betur fer þá er ég svo heppin að fá líka að hafa sérdeilislega frábært fólk í kringum mig.  Fólk sem býr yfir einhverri stóískri ró og glaðværð sem smitar út frá sér.  Ég þarf að öðlast þessa stóísku ró.  En reyndar hef ég ekki ætlað mér að nota hana í sérstaklega göfugum tilgangi.  Ég hef nefnilega komist að því að ef maður heldur ró sinni þá er maður miklu betur í stakk búin að jafna sakirnar.  Getur úthugsað mótleikinn. 

Ég er ekki alltaf góð

yfir og út

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA, ÞAÐ ER EKKI OFSÖGUM SAGT AÐ ÞÚ ERT ENGRI LÍK. SEM BETUR FER !!!

Við Helga Dís vorum að spá í að koma í sveitina um helgina, verður þú farin þá?

 Kv. Fanney Bergrós

Fanney frænka (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:13

2 identicon

Það er greinilegt að fjárhúsdvölin hefur sín áhrif, já og er þetta ekki líka þroskamerki , svona innri íhugun.

Torfi (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:29

3 identicon

Það er gott að hafa þig góða!!!  Dettur ekki í hug að reyna að styggja þig ef það þýðir stórbrotnar hefndir... með klæjum og leikféttum og allskyns brögðum sem þú munt upphugsa í rólegheitunum.

Kolla (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:34

4 identicon

Gangi-þér-vel

Fögur fyrirheit eru þyngdar sinnar virði - svo hefur maður alltaf val um framkvæmdina (eftir því sem hentar hverju sinni)

e (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:27

5 identicon

Hæhæ, vorum að spá í sunnudagsmorgni, viljum endilega hitta á þig.

Fanney og Helga Dís (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:52

6 identicon

Eg er alveg sammala, laerdi tetta fyrir to nokkru sidan og beiti tvi vid oll taekifaeri! :)

Gusta fraenka i London (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband