14.6.2008 | 08:57
Af hörmungum
Jæja, smá lífsmark eftir langa þögn. Er komin út úr hinum myrku finnsku skógum og aftur til siðmenningarinnar. Reyndar ekki alveg alla leið þar sem ég sit nú á Kastrup en hér er þó amk sæmilegt netsamband og það sem meira er tími til að skrifa nokkrar línur. Tími hefur nefnilega verið af heldur skornum skammti þar sem ég hef dvalið upp á síðkastið og erum við Elsa sammála um það að aðra eins útreið höfum við aldrei fengið á öllum okkar námsferli sem er nú að verða þó nokkra ára langur. 10 tímar á dag í fyrirlestrum og verkefnavinnu og svo heimavinna á kvöldin. Farið yfir efnið á ljóshraða og próf úr öllu heila klabbinu síðasta fimmtudag. Til allra lukku var kennarinn algerlega frábær en eftir svona prógramm var ekki laust við að, stærðfræðijöfnur, matrixar, öryggisstuðlar, aðhvarfsstuðlar, kynbótagildi, markeraanalýsur og allt hitt sem tekið var fyrir, væri farið að fljóta út um eyrun á manni og það verður að teljast kraftaverki næst að maður skyldi hafa getað grett nægjanlega úr allri flækjunni til að skrifa eitthvað vitrænt á blað í prófi. Reyndar veit ég svo sem ekki hversu vitrænt það var sem skrifað var á þessu prófi en held nú samt að það hafi sloppið til.
Til að kóróna allt saman var stöðugt boðið upp á óæti að éta. Meira að segja harðsvíruðustu átvögl misstu lystina af lyktinni einni saman svo maður var orðin hálf vannærður eftir að hafa innbyrt nær eingöngu á salati og bjór í hálfan mánuð (svo heppilega vildi til að það var lítið brugghús í næsta húsi). Þar sem laugardeginum var breytt í kennsludag og sunnudagurinn að mestu notaður í að ná upp kröftum fyrir næstu törn, þá sást lítið af Finnlandi en náðum þó hálfum degi í Helsinki í gær, og létum okkur hafa það að kíkja á borgina þrátt fyrir að þrá það helst að fá að sofa í 100 ár.
Það verður sko án efa gert um leið og maður kemur heim. Nánari ferðasaga kemur hugsanlega síðar enda var ekki allt slæmt og Fransmaðurinn og feimni Norðmaðurinn björguðu því sem bjargað varð með sérstökum skemmtilegheitum síðasta kvöldið. Við náðum þó allavegana einu góðu skralli að lokum - og áttum það svo sannarlega skilið
Yfir og út frá Kastrup
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guði sé lof að þú ert komin heim!! Ég og Rannveig er búnar að sakna þín ógurlega, og þykir slæmt að hafa ekki haft þig með á skrallinu í gærkvöldi (þurftum sannarlega á heimsborgara að halda þá). En næst...næst...
kolla (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 08:56
já það er aldeilis ferðalag alltaf á þér. ætlaði bara að kasta á þig kveðju gamla mín.... jú þú ert nú eldri en ég... en mjög gaman að rekast á þig hér hlakka til að ver í bandi við þig, já og gangi þér vel í því sem þú ert að gera
veitir sennilega ekki af að fara að koma í sveitina og nærast af sól og blíðu.. hehe en bæ í bili.....
Arnar Hólm Ármannsson, 15.6.2008 kl. 11:09
Bara að kasta á þig kveðju.. Þetta er meira massanámskeiðið sem þið voruð á Ég er búin að vera í Hafnafirðinum síðustu 2 vikur að góna á hross, eða aðallega að rita niður dómana... Sjáumst 28. júní
Þórey (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.