21.7.2008 | 22:53
Á rigningarkvöldi
Jamm, sumarið er svo sannarlega ekki tími bloggsins. En nú sit ég inni í hlýjunni meðan úti er grámyglulegt rigningarkvöld og er þá ekki tilvalið að henda inn nokkrum línum.
Er ekki mikið fyrir íslenska knattspyrnu og fylgist ekki með neinu er henni viðkemur en gat þó ekki annað en rekið augun í að Skagamenn eru búnir að reka þjálfarann sinn og ráða hvorki meira né minna en tvo heila í staðin. Ég velti því fyrir mér hvort þeir verði aldrei leiðir á hvorum öðrum þessir ágætu tvíburar og hvort að þeir geti bara alls ekki gert neitt upp á eigin spýtur?
Ég held að þetta hljóti að flokkast undir að vera einhverskonar andlegt síamssyndróm og ofan á allt saman þá ku það vera þannig að þeir hafa ekki alveg öll tilskilin réttindi til þjálfunar en svo heppilega vill til að aðstoðarmaðurinn hefur þau. Sem leiðir að þeirri spurningu af hverju var þá ekki bara sá maður látin sjá um þetta. Er ekkert sem heitir löggilt starfsheiti þjálfara?
Annars má mér víst standa á sama, og er eiginlega bara alveg sama
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já þetta er nú góð pæling....
Arnar Hólm Ármannsson, 21.7.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.