25.7.2008 | 11:12
Eitt og annað
Jæja, það fer að líða að því að þessum mánuði ljúki og þá einnig að ég verði formlega einu árinu eldri. Þetta gerist víst einu sinni á ári og þetta árið verður afmælisdeginum eytt í Svíþjóð af öllum stöðum. Hér er annars mest lítið markvert að gerast, sólin komin aftur eftir nokkra daga fjarveru. Ég flutt á nýju skrifstofuna mína sem ég deili með Elsu. Er á annarri hæð í Nýja skóla og er ég reikna þetta rétt út er ég nákvæmlega í herberginu sem ég bjó í þegar ég var í bændadeild. Alltaf skal maður á einhverjum tímapunkti lenda aftur á sama stað.
Annars er búið að umbylta öllu hérna svo gamlir heimavistarbúar eiga sjálfsagt erfitt með að koma sér heim og saman hérna (veit að það á ekki að nota þetta orðatiltæki svona en fannst það bara við hæfi). Hér eru komnir miklir glerveggir og glerhurðir alstaðar og það má mikið vera ef á ekki á einhverjum tímapunkti eftir að ganga á einhverja af þessum hurðum eða veggjum. Hef einnig punktað það hjá mér að taka ekki að mér þrif í þessu húsnæði. Það er hér með algerlega ljóst að arkitektar standa ekki mikið í þrifum, því þá hefði þeim ekki dottið í hug að setja svona mikið gler alstaðar.
Annars urðu nokkuð merkileg tímamót í gærkveldi er við Elsa skelltum okkur í bíó. Fórum á hina epísku stórmynd Mamma Mía. Það var vissulega upplifun en kannski ekki sú sem maður bjóst við. Hlógum okkur máttlausar á köflum en það var nú stutt í kjánahrollinn á bakvið þann hlátur. Sérstaklega þegar Bondinn fyrrverandi hóf upp raust sína, sem ekki einu sinni undratækni nútímans gat lappað upp á. Og þegar maður hélt að þetta gæti bara ekki orðið mikið kjánalegra þá byrjaði Birdget Jones leikarinn (sem ég man ekki hvað heitir) að syngja (ekki mikið sem betur fer). Það er ljóst að þessum mönnum er margt betur gefið en sönglistin (eru t.d huggulegir menn báðir tveir). Veit ekki alveg hvort þessi mynd er gerð í góðum húmor eða hvort þetta átti raunverulega að vera alvöru dans og söngvamynd. Ég kaus að veðja á húmorinn og horfði á hana sem slíka. Meril Streep er nú líka í ansi góðu formi verandi kona á hennar aldri .
En nóg í bili. Líklega lítið bloggað fyrr en eftir Svíþjóðarferð svo adjö þangað til
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uss, ég er sammála þessu með kjánahrollinn. Fannst myndin þó helur slöpp, hefði heimtað að fá endurgreitt ef ég hefði borgað bíómiðann sjálf.
Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:45
Heyrðu ég lenti líka á "sama stað" í fyrstu atrennu "suðurfrá" - en nú stödd eigi alllangt frá síðari tíma íbúðarhúsnæði - þarna þegar ég var í vistargæslu *dæs* En sný alltént rétt við sólu í nýja glerbúrinu - bíð eftir að lenda í því sama og dýragarðsíbúarnri - sem sagt sýningargöngu einhverra þarna um ganginn - hvaða skepnur ætli það verði
e (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:03
Þvælingurinn á þér kona !! Góða ferð til søta bror og svona fyrirfram til hamingju með afmælið ef ske kynni að ég gleymdi því að það sé dagurinn þegar 30. rennur upp!!!
Sigga frænka (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 08:01
Ha ha ha.. ég og Vigdís sáum Mamma mía saman hér í köben um daginn og upplifðum hana á nákvæmlega sama hátt. þegar við komumst yfir kjánahrollinn og vöndumst stardust filternum þá skemmtum við okkur mjög vel og hlógum mikið af þessum töffurum!
Held samt að stardust filterinn hafi hjálpað Meril Streep mjög mikið - ekki séns að líta svona vel út á hennar aldri 
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 06:10
Til hamingju með daginn
Vonandi skemmtiru þér vel í Svíþjóð. Ætli það gangi hitabylgja hjá þeim eins og hér. Sit inni á skrifstofunni á Klaustri og úti er 15°C og glampandi sól, ekki ský á himni. Dæmigert að það dragi fyrir sólu í næstu viku þegar ég ætla í frí
en maður getur víst ekki fengið allt.....
Þórey (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:59
Til hamingju með afmælið, en ég skellti mér einmitt á þessa mynd í bíó um daginn og fannst því viðeigandi að kommenta, kíki stundum hérna inn án þess að skilja eftir mig spor. En vá hvað ég hló einmitt af þessari mynd, ég vissi ekki að þetta væri svona mynd, en vissi reyndar ekkert við hverju átti að búast. Það kom svo skelfingar svipur á mig þegar leikarinn sem ég man heldur ekki nafnið á fór að þenja sig en ákvað svo einnmitt þegar bondinn byrjaði líka að þetta væri líklega gert til þess að kitla hláturtaugarnar.
Hafðu það annars bara gott
kveðja Bebba
Berglind (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.