Ó já

Ég hef eingöngu loggað mig inn til þess að lýsa því yfir að ég ætla ekki að blogga um nýjan meirihluta í Reykjavík og borgarstjóra númer ég-veit-ekki-hvað.  Held því ennþá fram að Dagur sé langsamlegast sætasti borgarstjórinn og að svo komnu máli þá sé ég ekki að það sé verri ástæða en hver önnur til vals á borgarstjóra í Reykjavík.  Annars er ég eiginlega hætt að þurfa að fara mikið til Reykjavíkur svo mér stendur nokk á sama.

Sleppti útreiðunum í kvöld, hér var leiðinda stormbelgingur og mér leiðist heldur að ríða út í roki.  Ég veit nú reynda að miðað við Borgfirskan standard þá er þetta varla rok og hugsanlega hefði maður látið sig hafa það að fara alla jafna en ég var bara löt í kvöld. 

Gaf því öllu hrossastóðinu að borða (merar gras og folald mjólk) fór heim og skellti í súpu sem mallar núna á eldavélinni.  Set svo hér mynd sem Guðrún tók af mér og hryssunum mínum fyrir einhvern kynningarbækling LbhÍ.  Finnst þetta alveg frábær mynd og mjög svo lýsandi fyrir þær systur.  Litla-Jörp voðalega ljúf og blíð á svipinn en Skjóna svona heldur skætingslegri

Gunnfríður og Hestarnir

Á morgun verður svo brunað í Skagafjörðinn

Yfir og út í bili

GEH

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott

Þorbjörg Helga (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 14:09

2 identicon

Flott mynd átti að koma áður en tölvan ákvað að vera með sjálfstæðan vilja og vista inn frærsluna aðeins of snemma :)

Þorbjörg Helga (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 14:10

3 identicon

Mjög fín mynd af ykkur öllum vinkonunum( svo ert þú í svoooooooooo fíu vesti) Kveðja úr blíðunni M

mamma (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband