Ellimerki

Vil þakka Frikka fyrir góð ráð varðandi sálarró starfsmanna landbúnaðarháskóla, líklega veitir ekki af á stundum.  Held samt að ég ætti ekki að stunda mikinn jóga þar sem ég virðist geta slakað nógu vel á, og eiginlega allt of vel þar sem mér hættir til að fara úr hægri axlarliðnum við það eitt að sofa !!!!  Veit að þetta hljómar fádæmalega heimskulega en er nú samt satt.  Hef reyndar aldrei alveg farið úr liðnum en var býsna nærri því hérna fyrir um 4 nóttum síðan og var farin að velta fyrir mér í hvern ég gæti hringt um miðja nótt til að, í fyrsta lagi að hjálpa mér í fötin og síðan að keyra mig til læknis til að láta kippa mér í liðinn. 

Ég hef því ákveðið að bera þetta mjög svo hvimleiða vandamál undr doksa, þetta er nefnilega frekar sárt skal ég bara segja ykkur og fremur óþægilegt móment meðan maður veltir fyrir sér hvort þetta hrökkvi nú til baka eða hreinlega fari alla leið.  Svo maður tali nú ekki um þá staðreynd að þetta skulu alltaf gerast á nóttinni sem þýðir það að maður þyrfti að byrja á því að týna á sig spjarirnar, sem ég held að sé ekki sérstaklega þægilegt í þessu ástandi og ræsa síðan út liðsafla um miðja nótt til að transporta manni undir læknishendur.  Að vísu minnir mig nú að Daði gangnakarl hafi í mörg ár farið í göngur með okkur fótbrotinn svo kannski er mér ekki ofgott að kippa sjálfri mér í axlarliðinn annað slagið.  Held nú samt að ég vilji frekar sleppa við það ef það er mögulegt. 

Ég hef líka mikið velt þvi fyrir mér hvort þetta sé hreinlega ellimerki, að ég sé bara að liðast í sundur eins og oft vill koma fyrir hluti þegar þeir verða gamlir, sérstaklega ef þeir eru ekki mjög burðugir fyrir, kannski þarf bara að smella á mig nokkrum baggaspottum, eða jafnvel splæsa eins og einum eða tveimum nöglum.  Ætti kannski að skamma mömmu fyrir að hafa ekki vandað sig nóg við smíðina upphaflega.

En svo við snúum okkur nú að öðrum sálmum þá býst ég ekki við að geta verslað spaghettíkindina af Jolla nema náttúrulega að ég flytji í Dalina sem í sjálfu sér hljómar nú ekki endilega svo illa en er nú samt ekki á plönunum í nánustu framtíð.  Við systkinin verðum þvi að líta okkur nær við innkaupin og þurfum svo sem ekki að leita langt út fyrir landamerkin.

En nú tel ég réttast að fá sér eitthvað að snæða því fötin mín virðast hafa stækkað meðan ég var í smalafríinu og því rétt að gæta þess að ég skreppi ekki meira saman.  Síðan virðist mér að ég muni vera einasta manneskjan á gervöllu Íslandi sem ekki ætlar einhversstaðar í stóðrétt um helgina þannig að ég sé fram á svona "Palli var einn í heiminum" stemningu um helgina

yfir og út

GEH 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband