2.10.2008 | 20:03
Og þrem dögum seinna....
.....er ég komin heim eftir að hafa tekið hálfgerða skyndiákvörðun um að taka mér 3 daga frí og skreppa til útlanda. Og boy o boy, hvað ég valdi mér góðan tíma til að fara til útlanda. Ég get því upplýst að nú er, hugsanlega í fyrsta skipti í Íslandssögunni, bjórinn ódýrari á íslandi en í Danmörku. Annars virðist allt hafa farið lóðbeint til helvítis meðan ég var erlendis og akkúrat núna heyri ég Geir H. Horde tala á dramatískan hátt um holskeflur gjörningaveðurs o.s.fr.
Ég hef mikið verið að spá í að nota hinar mjög svo verðlausu íslensku krónur sem ég á inni í Kaupþingi til að kaupa mér lifandi búfé eða eitthvað slíkt. Sem sagt breyta sparifé í búfé, því svei mér þá ef ég held ekki að það sé sterkari gjaldmiðill akkúrat núna.
Af öðrum málum er það að segja að stóra símamálið hefur skapað nokkurra kátínu og jafnvel samúð í minn garð. Enginn hefur þó viljað veðja á hvort eða hvenær ég hugsanlega fæ síma en kannski er það efnahagsástandinu að kenna. Ég bendi hins vegar öllum á að prófa nú við tækifæri að hringja í 433 5000 og biðja um að fá að tala við mig , það gæti orðið áhugavert
Yfir og út í bili
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líst mér á kerlingu! Seldu allar verðlausu Skitnis-krónurnar þínar og keyptu þér spagettí-kindur. Það ráðlegg ég rekstrarfræðingurinn þér að gera hið snarasta!
kolla (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:47
Ég hringi kannski við tækifæri... !!! Smá spádómur... á næstu mánuðum skulu þeir sem á síðustu árum hafa gangrýnt tilvist íslenskrar landbúnaðarframleiðslu svelta. Þeir geta lifað á físibaunum og tráberki, meðan við hin sem höfðum trú á landbúnaði fáum okkur væna snæð af lambakjöti, kartöflur og nokkur mjólkurglös.
Friðrik (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.