Maðurinn með yfirskeggið

Mig er farið að dreyma aftur eftir smá hlé.  Reyndar dreymir mig nú sennilega oftast þó ég muni það ekki en hvað um það.  Mig dreymdi nefnilega mann með yfirskegg sem var eitthvað að væflast þarna í draumum mínum, alls ekki ómyndarlegur maður að mér fannst í draumnum (og nú þýðir ekkert að hugsa eitthvað dirty því þetta var alls ekki svoleiðis draumur).  Þetta vakti með mér nokkurn óhug þegar ég vaknaði þar sem ég er yfirlýstur andstæðingur yfirskeggja og þykja mér þau ekki sérstaklega smekklegt andlitsskraut.  Eitt augnablik óttaðist ég um geðheilsu mína en ákvað svo að skella skuldinni á Kollu delux-skvísu því hún var eitthvað að þvælast þarna í draumalandinu líka og hefur eflaust dregið þennan yfirskeggjaðan mann þangað með sér til að villa um fyrir saklausum sveitastúlkum, enda voru hún og yfirskeggjaði maðurinn í draumnum mestu mátar.  Það sem meira er þá man ég greinilega að téður maður bar nafnið Nökkvi.  Svo nú spyr ég; Kolla mín, kannast þú við hann Nökkva sem skartar hinu myndarlegasta yfirskeggi??

Annars væri fróðlegt að fá ráðningu á þennan draum Wink

frett_yfirskeggur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður Gunnfríður mín kannast ég ekkert við manninn á myndinni og skeggið er ekki kunnuglegt, þó veglegt sé.  Nökkvi kveikir heldur engum bjöllum.  En hvað var ég að dandalast með honum Nökkva? 

Kolla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband