ökkli eða eyra

Þrátt fyrir að fésbókin sé komin til sögunar ætla ég að reyna að vanrækja ekki bloggið mitt meira en eðlilegt getur talist. 

Svona nokkuð hefðbundinn laugardagur í gangi.  Þvottavélin malar á baðinu, Egill Helgason malar í sjónvarpinu, ótrúlegt en satt þá malar vindurinn utan við gluggann en öskrar ekki eins og venja hans er á þessum tíma árs og svona almennt á Hvanneyri.  Ég hins vegar þegi enda enginn hér til að tala við og ég ekki nógu langt leidd af leiðindum til að fara að halda uppi samræðum við sjálfa mig.

Reyndar voru nýju hlaupaskórnir vígði í morgun en þeir reyndust ráða við verkið með miklum sóma.    Taldi sjálfri mér trú um að þetta væri upphitun fyrir kvöldi.  Þá mun leiðin liggja á uppskeruhátíð hestamanna.  Ég er hinsvegar algerlega óundirbúin, andlega, fyrir slíkt djamm og því er alveg ljóst að annaðhvort verður geimið algert flopp eða hrein snilld.  Ég hallast að þvi síðarnefnda enda eru það alla jafna bestu skemmtanirnar sem hellast svona yfir mann án þess að maður sé mikið að hugsa um þær.

Því ætla ég að telja hestana hennar Eddu, þvo af mér svitann og fá mér að borða, ekki endilega í þessari röð því mig grunar að maginn verði frekastur

yfir og út af eyrinni

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband