7.3.2009 | 19:39
Og eftir ótrúlega langa þögn.......
...... hef ég upp raust mína á ný. Lofa samt engu um að ég haldi þessu áfram reglulega og eiginlega væri ótrúlegt ef einhver kemur hingað ennþá, svo ef einhver slysast til að lesa þetta þá endilega kommentið bara svona til að láta mig vita af því.
Þetta er bara búin að vera svona einn af þessum skrýtnu dögum þar sem maður hefur svo sterklega á tilfinningunni að eitthvað liggi í loftinu. Veit ekki alveg hvort það er gott eða slæmt. Reyndar hefur dagurinn ekki lofað góðu. Vaknaði í morgun og reis fremur óvarlega upp sem varð til þess að öxlin hálf hrökk úr liðnum (sjá eldri færslur varðandi axlarvandamál), það markaði einhvernvegin daginn því ég hef lagt mig fram við að brjóta glös, reka mig í og gera annarskona klúður það sem eftir er dagsins. Tók samt hlaup í morgun í norðangolunni sem var ákaflega hressandi en nú þegar ég ætti að vera að lesa fyrir próf (á mánudaginn) þá langar mig helst að fara á ærlegt fyllerí. Það er eiginlega svona í stíl við daginn sem er að líða, fremur svona sundurlaus og ómarkviss en á sín móment.
Ég hef þvi hugsað mér að drekka rauðvín í kvöld og er búni að fá félaga í verkefnið. Það gæti verið ágætis millivegur milli þess að lesa fyrir próf og hrynja í það. Leggur allavegana drög að próflestri á morgun.
Er annars nýkomin frá DK þar sem ýmislegt gekk á. M.a sprengjuhótanir á lestarstöðum og endalausar lestarferðir. Komst þó á alla áfangastaði að lokum og missti ekki af neinni flugvél eða neinu öðru. Góð ferð allt í allt.
Því bið ég ykkur að eiga góða helgarrest. Ég ætla að reyna það líka
Yfir og út eftir langt hlé
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með fyrstu færslu ársins, já stundum getur verið gott að sleppa frá amstri dagsins og skella sér fyllerí, og ennþá er betra að detta svona óvænt í það, án nokkurs undirbúnings,(verst ef er vinnudagur daginn eftir), en kveðja úr nesinu.
Torfi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:48
Held að Torfi sé enn þunnur eftir miðvikudaginn.
Hákon B Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 20:54
sjá tölvupóst...
e (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:30
Ég kíki við reglulega. Annars finnst mér helgarrest alveg einstaklega ljótt orð, varð bara að koma því að :)
Sigga systir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:49
jamm ég kíki líka reglulega, en hafi reyndar ekki gert það LENGI þangað til ég sá á fésbókinni að þú tilkynntir um nýtt blogg!!
Bebba (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.