Vér morðingjar

Í viðleitni minni til að elda mér góðan mat, fjárfesti ég í steinselju í potti.  Það væri í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema hvað að þessari ágætu steinselju fylgdu ógrynni af pínulitlum flugum sem hafa undanfarna daga gert mér lífið leitt.  Frábæra hugmyndin um ferskar kryddjurtir í stofuglugganum er skyndilega ekki lengur svo frábær og í staðin eru framin hér fjöldamorð á hverjum degi.  Ég sem venjulega forðast pöddur eins og heitan eldinn er orðin svo harðsvíruð að ég krem kvikindin með berum höndum án þess að blikna.  Það versta er þó að ekki virðist sjá högg á vatni og pöddusamfélagið virðist eiga endalausa uppsprettu af sjálfsmorðsárásarliðum sem gera atlögu hvenær sem tækifæri gefst.  Ég er því algerlega búin að fá yfir mig nóg á þessu afkastaleysi mínu við morðin og lýsi eftir árangursríkari aðferðum til gjöreyðingar pöddusamfélagsins.  Það er alveg ljóst að þetta heimili hefur hug á að koma sér upp gjöreyðingarvopnum.

Yfir og út í bili

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Suss!!  Heyrðu einhversstaðar las ég að það gæti hjálpað að renna vel heitu vatni í gegnum pottinn, en ég sel það ráð nú ekki dýrara en ég keypti það...   en í versta falli á verður steinseljan bara "pre cooked"

Kolla Kolbeinsdottir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 01:35

2 identicon

Hentu steinseljukvikindinu og pottinum !!!! Hvað meinarðu með hljómsveitarleg nöfn!?? á strákunum okkar ? það er þá ágæt skýring á því ...allir eru þeir heimsfrægir á Íslandi. Hlakka til að fá þig í heimsókn á vordögum...vorið er alveg að springa út hér.

Sigga frænka (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:06

3 identicon

Ég myndi nú fóðra ruslatunnuna með steinseljuplöntunni og þar með kvikindunum sem henni fylgja. Og svo myndi ég kaupa spray og drepa restina þannig! Gangi þér vel í baráttunni!

Elin Færeyingur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband