Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
3.8.2007 | 12:58
Olei
Einmitt það, komin föstudagur og það meira að segja verslunarmannahelgarföstudagur. Einu sinni hefði það nú verið tilefni til netts fiðrings í tánum en það hefur nú ekki gerst í nokkuð mörg ár. Það skal þó viðurkennast að ég væri alveg til í að kíkja eitthvað út, einfaldlega vegna þess að aldrei þessu vant er eitthvað um að vera á Akureyri. Það er blasir þó við ákveðið vandamál sem er skortur á hæfu fylgdarliði. Auglýsi hér með eftir því
Góða og gleðilega Verslunarmannahelgi
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.8.2007 | 09:47
The Invinsible
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 14:10
hið opinbera
Ég er ekki búin að fá álagningarseðilinn minn. Skyldi það vera til komið vegna þess að hið opinbera skuldi mér slíkar fúlgur fjár að þeir veigri sér við að senda mér seðilinn. Líklega ekki. Ég veit þó a.m.k að ég er ekki meðal hæstu greiðendur opinbera gjalda þetta árið. A.m.k hefur nafn mitt ekki verið birt í neinum fréttamiðlum.
Annars fannst mér nokkuð kúnstugt tiltæki hjá ungum sjálfstæðismönnum að mótmæla opinberun álagningarskánar. Ekki mótmælin í sjálfu sér heldur taldi ég að ungir sjálfstæðismenn myndu styðja það sjálfsagða frelsi hvers mann að geta hnýsast um hagi náungans. Hafði einhvernvegin á tilfinningunni að þeir væru á móti boðum og bönnum svona almennt og þar með töldu banni við birtingu álagningarskrár. Það er augljóslega ekki það sama frelsi og frelsi. Það er þó líklegast hyggilegast að viðurkenna að ég veit lítið um unga sjálfstæðismenn og fyrir hvað þeir standa. Set alltaf smá spurningarmerki við ungt fólk í pólitík. Persónulega er ég búin að skipta svo oft um lífsskoðun á mínum rúmlega 30 árum að ég á bágt með að trúa að fólk geti verið orðið pólitískt fastmótað fyrir tvítugt.
En nóg um það
Yfir og út í bili
Gunnfríður (pólitískt viðrini með meiru)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar