Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Olei

Einmitt það, komin föstudagur og það meira að segja verslunarmannahelgarföstudagur.  Einu sinni hefði það nú verið tilefni til netts fiðrings í tánum en það hefur nú ekki gerst í nokkuð mörg ár.  Það skal þó viðurkennast að ég væri alveg til í að kíkja eitthvað út, einfaldlega vegna þess að aldrei þessu vant er eitthvað um að vera á Akureyri.  Það er blasir þó við ákveðið vandamál sem er skortur á hæfu fylgdarliði.  Auglýsi hér með eftir því

Góða og gleðilega Verslunarmannahelgi

GEH


The Invinsible

Ég kíki jafnan daglega á stjörnuspána mína svona til gamans, þær eru nú alla jafna tiltölulega diplómatískar og hægt að túlka á ýmsa vegu eftir hentugleika.  Í dag segja stjörnurnar þetta um okkur konungana
LjónLjón:Þér líður eins og þú gætir ekki tapað - jafnvel þótt þú myndir reyna það. Hvað ef eini möguleikinn væri að vinna? Láttu á það reyna! (mbl.is)
Ef þú finnur fyrir einhverskonar orkuleka um þessar mundir, ættir þú að huga mun betur að heilsu þinni. Spennandi tími er framundan og þú ættir að safna krafti fyrir framhaldið. Hér kemur fram að kraftur þinn mun margfaldast næstu mánuði. Heillastjarna þín skín skært yfir helgina framundan en mundu að millivegurinn er bestur (spamadur.is)
Af þessu verður ekki dregin nema ein ályktun "I m invinsible"  og það hef ég nú reyndar alltaf sagt. Cool
Þið hin verðið bara að passa ykkur á þeim fjölmörgu ljónum sem líkleg eru til að spássera um næstu daga, uppfull af mikilmennskubrjálæði og sannfæringu um eigið ágæti
Yfir og út Devil

 

hið opinbera

Ég er ekki búin að fá álagningarseðilinn minn.  Skyldi það vera til komið vegna þess að hið opinbera skuldi mér slíkar fúlgur fjár að þeir veigri sér við að senda mér seðilinn.  Líklega ekki.  Ég veit þó a.m.k að ég er ekki meðal hæstu greiðendur opinbera gjalda þetta árið.  A.m.k hefur nafn mitt ekki verið birt í neinum fréttamiðlum. 

Annars fannst mér nokkuð kúnstugt tiltæki hjá ungum sjálfstæðismönnum að mótmæla opinberun álagningarskánar.  Ekki mótmælin í sjálfu sér heldur taldi ég að ungir sjálfstæðismenn myndu styðja það sjálfsagða frelsi hvers mann að geta hnýsast um hagi náungans.  Hafði einhvernvegin á tilfinningunni að þeir væru á móti boðum og bönnum svona almennt og þar með töldu banni við birtingu álagningarskrár.  Það er augljóslega ekki það sama frelsi og frelsi.   Það er þó líklegast hyggilegast að viðurkenna að ég veit lítið um unga sjálfstæðismenn og fyrir hvað þeir standa.  Set alltaf smá spurningarmerki við ungt fólk í pólitík.  Persónulega er ég búin að skipta svo oft um lífsskoðun á mínum rúmlega 30 árum að ég á bágt með að trúa að fólk geti verið orðið pólitískt fastmótað fyrir tvítugt.   

En nóg um það

Yfir og út í bili

Gunnfríður (pólitískt viðrini með meiru)


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband