Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ég er svoooooo heilsusamleg

Neyðist víst til að skála fyrir þessum fréttum og góðri heilsu minni í kvöld. 

hip hip húrra


mbl.is Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur til fortíðar

Óvænt atvik geta stundum gert mann svo glaðan.   Fékk póst frá Mat í dag, hef ekki heyrt frá honum í meira en 2 ár, enda er ég ekki duglegasta manneskja í heimi að halda sambandi við gamla félaga.  Það er því gaman er þeir dúkka svona óvænt upp sérstaklega þegar það er einhver af þessum frábærlega skemmtilegu.  Mat er nefnilega hann Matthieu, hin frábæri Fransmaður sem bjó með mér, Jose og Paolo á Nyvej.  Snillingur sem var alltaf í góðu skapi, elskaði mat og talaði bæði hátt og mikið.  

Í tilefni þess set ég hér eina af okkur sambýlingunum 4 og Georgio sem var nú eiginlega orðin eins og einn af mublunum. 

IMG_0729

Frá vinsti:  Georgio Sikileyingur og snilldar kokkur reyndar, Jose portúgalski dýralæknirinn sem gekk Paolo í föðurstað, hin mest karlremba en gat eldað dýrindis dýrindis saltfisk, Matthieu fransmaðurinn frábæri og síðast en ekki síst Paolo sem stóð undir öllum þeim steríotýpuhugmyndum sem menn hafa gjarnan um ítalska karlmenn;  gat hvorki fætt sig né klætt, fékk mat sendan að heiman frá mömmu (frábærlega góðan mat)og var latari og kærulausari en andskotin sjálfur.  Paolo var algerlega óhæfur til allra verka nema eins og það var að opna vínið.  Það gerði hann snilldarvel

Yfir og út af Eyrinni

GEH


Skipulagt kaos

Ég hef aldrei verið neitt ofur-skipulögð. 

Hef haft nokkra ánægju af því að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og hef alltaf haft gaman af óvæntum uppákomum og því að geta gert það sem mér dettur í hug þegar mér dettur í hug. 

Hef gaman af því að láta koma mér á óvart og að koma öðrum á óvart. 

Heillast alla jafna mest af fólki sem er frjótt í hugsun, sjálfstætt og hvatvíst en leiðist frekar þegar fólk er ofurvarkárt, einstrengingslegt og segir í sífellu "að fólk geri nú ekki svona eða hinsegin"

Það kom mér því talsvert á óvart þegar ég uppgötvaði í dag að ég er algerlega handalaus þar sem ég hef ekki fengið dagbók ársins 2008 í hendurnar.    Er búin að þéttskrifa litla dagatalið aftast í 2007 dagbókinni.  Þarf orðið að skipuleggja mig fram í tíman. 

Reyni samt að einskorða þetta við vinnutíma.  Hef ekki hugsað mér að fara í meiriháttar skipulagningu á félagslífinu, þar mun eftir sem áður ríkja hið skipulagða kaos. 

Bestu skemmtanirnar eru alla jafna óundirbúnar- ekki satt  Wink

 

 


í Upphafi árs

Gleðilegt ár ágætu félagar 

Ég held að gott sé að hefja nýtt ár á nokkrum orðum, heldur færri þó en endað var á.  Sigga Dóra virðist vera eina manneskjan sem hefur nennt að lesa í gengum búskaparannál síðasta árs og á hún hrós skilið fyrir það. 

Áramótin gengu nú tiltölulega rólega fyrir sig, hafði reyndar skroppið á ágætis kenderí með Þorbjörgu daginn fyrir, daginn fyrir, gamlársdag.  Ákvað að vera skynsöm og drekka bara hvítvín, varð því aðeins hæfilega létt og skemmti mér konunglega til að ganga 5 er við Þorbjörg röltum heim í Skarðshlíðina.  Þessi skynsamlega ákvörðun reyndist svo ekki vera neitt sérstaklega skynsamleg þar sem hvítvínsþol meltingarfæra minna reyndist vera mun minna en rauðvínsþol þeirra (enda drekk ég sjaldan hvítvín) og því fór það svo að þrátt fyrir að vera bráðskýr í kollinum daginn eftir og laus við alla þá verki sem gjarnan fylgja "næsta degi" þá gerði maginn uppreisn og neitaði alfarið að taka við nokkru matarkyns langt fram eftir "næsta degi".  

Þrátt fyrir að fyrri heilsu hafi verið náð á gamlársdag, datt ég í rólyndisgírinn um kvöldið.  Vil kenna þar um, óhóflegu áti og langvarandi uppsafnaðir þreytu síðustu mánaða.  Skreið upp í rúm með Skáld-Rósu (bók) og las mig inn í nýja árið, meðan annað almennilegt fólk fór á ball.  O-jæja það verða önnur böll og önnur áramót

En nú tekur víst alvara lífsins við á ný.  Er mætt til vinnu, á Akureyri að þessu sinni.  Flökkueðlið lætur ekki að sér hæða.  Verð þó komin á gamlar slóðir í byrjun næstu viku.

Nýtt og spennandi ár framundan.

GEH

 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband