Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
26.11.2008 | 16:36
The final countdown: Destination Ísafjörður
Fólkið umhverfis okkur Berglindi skiptist í tvær fylkingar um þessar mundir. Þeir sem segja að við komumst ekki til Ísafjarðar og þeir sem segja að við komumst til Ísafjarðar. Þessi Ísafjarðarferð er að verða það sem allt snýst um þessa dagana. Veðurstofan spáir sem sagt leiðinda veðri en við leituðum álits sérstaks ráðgjafa og sérfræðings í veðurspám fyrir Vestfirði (Torfi á Bú-Vest) og tjáir hann okkur að það sé enginn vafi á að við komumst. Hann segir líka að við komumst ábyggilega til baka á einhverjum tímapunkti - líklega fyrir jól.
Niðurtalning fyrir flugtak er því svo gott sem hafin
Viva Vestfirðir
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 19:44
og það er að koma desember
Jæja það er best að rjúfa bloggþögnina. Einhvernvegin hefur allt annað verið upp á teningnum en blogg en nú verður reynt að bæta úr því. Þó ýmislegt hafi gerst þá hef ég einhvernvegin lítið að segja. Fór á árshátíð LbhÍ á laugardaginn í góðra vina hópi, dansaði frá mér allt vit og skemmti mér hreint út sagt konunglega, Húrra fyrir því og öllu skemmtilega fólkinu sem var þarna líka.
Nú það er skammt stórra högga á milli og á föstudaginn ætlum við Berglind að klára námskeiðaherferðina á Ísafirði. Mér líður svolítið eins og ég sé að fara til útlanda enda þurfum við að fara á föstudaginn og komum ekki aftur fyrr en á sunnudaginn. Mér sýnist líka að veðurspáin ætli að vera heldir erfið og allar tröllasögurnar sem maður hefur heyrt af lendingum á Ísafirði verða þess valdandi að líklega borgar sig að fá sér eitthvað hjartastyrkjandi fyrir flugferðina. Eða bara loka augunum kannski
En það er í dag seinni tíma vandamál
Yfir og út af eyrinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 18:02
orlof
Ég er að drepast úr leti og þykist vera voðalega þreytt eitthvað. Við Berglind komum heim á Hvanneyri klukkan rúmlega 7 í gærkveldi. Þá voru um 53 tímar síðan við lögðum af stað í túrinn mikla.
Vorum sem sagt í A-Skaft, V-Skaft og Rang þessa vikuna. Það þýddi að við þurftum að vera komin á Höfn á sunnudagskvöld. Ferðalagið tók lungann úr sunnudeginum enda 6 tíma akstur frá Hvanneyri að Höfn og við fengum sko allan pakkann.
Smá sandrok á Skeiðarársandi,
Svolitla sviptivinda í Öræfunum,
Þurftum að þefa upp bensínstöð í Suðursveit þó okkur findist við nýbúnar að taka bensín (þar var sem betur fer bensínsala heima á einum bænum).
Vorum orðnar verulega slæptar þegar loksins var komið í Hornafjörðin klukkan rúmlega 8. Höfðum ekki einu sinni rænu á að drekka hvítvínið sem var með í för og fengum okkur bara að borða og svo beint í háttin.
Gleymdum þreytunni að mestu þegar Hornafjörðurinn sýndi sittt besta andlit daginn eftir. Það eru ekki margir staðir sem toppa náttúruna þarna. En ekki gafst nú mikill tími til að njóta þess og þegar við þurftum að bruna af stað aftur strax að námskeið loknu var komið myrkur.
Við eyddum því ekki tíma í að skoða útsýnið enda ekki um mikin tíma að ræða. Náðum á Hellu rúmlega 9 og þar beið okkar sá allra minnsti sumarbústaður sem ég hef orðið aðnjótandi að gista í.
Þriðjudagurinn byrjaði vægast sagt fremur illa og stressið farið að segja til sín en allt hafðist það þó að lokum svo við gátum hoppað beint upp í bíl og brunað heim upp úr klukkan 5 en var alveg búin með orkuna þega heim kom
Þessir 53 tímar var sem sagt eytt í að keyra, kenna, sofa og nákvæmlega ekkert annað en svona nokkuð í jöfnum hlutföllum bara held ég
Held að ég þurfi orlof
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 15:49
Reið kona
Í dag er það reið og pirruð kona sem situr á Hellu og hlustar á Berglindi tala. Ekki það að ég sé reið og pirruð við Berglindi því hún situr nú fárveik og talar um NorFor eins og sönn hetja.
Ég hef hinsvegar ríka ástæðu til þess að vera geðvond. T.d að hafa þurft að eyða heilum klukkutíma í morgun í að standa í græjureddingum og að ekkert hafi virkað.
Grrrrrr
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2008 | 12:19
ökkli eða eyra
Þrátt fyrir að fésbókin sé komin til sögunar ætla ég að reyna að vanrækja ekki bloggið mitt meira en eðlilegt getur talist.
Svona nokkuð hefðbundinn laugardagur í gangi. Þvottavélin malar á baðinu, Egill Helgason malar í sjónvarpinu, ótrúlegt en satt þá malar vindurinn utan við gluggann en öskrar ekki eins og venja hans er á þessum tíma árs og svona almennt á Hvanneyri. Ég hins vegar þegi enda enginn hér til að tala við og ég ekki nógu langt leidd af leiðindum til að fara að halda uppi samræðum við sjálfa mig.
Reyndar voru nýju hlaupaskórnir vígði í morgun en þeir reyndust ráða við verkið með miklum sóma. Taldi sjálfri mér trú um að þetta væri upphitun fyrir kvöldi. Þá mun leiðin liggja á uppskeruhátíð hestamanna. Ég er hinsvegar algerlega óundirbúin, andlega, fyrir slíkt djamm og því er alveg ljóst að annaðhvort verður geimið algert flopp eða hrein snilld. Ég hallast að þvi síðarnefnda enda eru það alla jafna bestu skemmtanirnar sem hellast svona yfir mann án þess að maður sé mikið að hugsa um þær.
Því ætla ég að telja hestana hennar Eddu, þvo af mér svitann og fá mér að borða, ekki endilega í þessari röð því mig grunar að maginn verði frekastur
yfir og út af eyrinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 18:07
Hin guðsvolaði Hvanneyrarstaður
Sit hér ennþá við tölvuna á föstudegi og klukkan að verða 6. Einhvernvegin þá verða svona móment stundum til þess að maður fer að spá afhverju ég er ekki að lifa lífinu enhversstaðar. Og þá meina ég einvhersstaðar annars staðar en á Hvanneyri.
En svona er þetta. Í gærkveldi ku hafa verið einn af hápunkur menningarlífs Hvanneyrarstaðar. Það fór að sjálfsögðu framhjá mér eins og annað. Er hins vegar búin að ergja mig nóg á því og vona bara að allir hinir hafi skemmt sér vel meðan ég sat sveitt yfir heimaverkefnum og undibúningi kennslu.
Mikið er nú dásamlegt að búa á þessum guðsvolaða stað
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 00:06
Þreytt.....
.... á sál og líkama. Klukkan er miðnætti og dagurinn hefur einhvernvegin farið í að gera allt allt annað en ég sjálf þurfti að gera. Því er ennþá svo margt eftir ógert þannig að nú verður þetta ekki lengra á bili
yfir og út af eyrinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2008 | 15:53
Dagur tvö á Blönduósi
Nú er það Blönduós. Hér í sjálfstæðissalnum er mun hlýrra en í Dalabúð og mér er eiginlega fyrirmunað að skilja hvaðan þessi hitasvækja sem Eyjólfur talar um kemur, því ekki sá ég nema einn einasta ofn í allri Dalabúð og hann leit nú ekki út fyrir að geta hitað mikið og allra sýst heilt félagsheimili.
En það styttist í að þessi dagur taki enda. Þá erum við að verða hálfnaðar sem er svo sannarlega ástæða til að gleðjast yfir. Næsta vika verður reyndar fremur strembin. Höfn í Hornafirði á mánudag og það kostar næstum heils dags ferðalag á sunnudag og síðan V-Skaft og Rang á þriðjudag svo ég býst við að við Berglind verðum að taka annað húsmæðraorlof að minsta kosti á Höfn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2008 | 12:59
Eftir að allt of margir dagar hafa liðið
Örsnöggt hér, af því að ég er búin að vera svoooooo löt að blogga. Sit hér í Dalabúð þar sem ekki eru til ofnar, dúðuð upp fyrir haus. Hlusta á Berglindi tala um NorFor. Röðin kemur svo að mér eftir hádegið. Erum rétt tæplega hálfnaðar með fundaferðirnar eftir daginn í dag
Stefnan síðan tekin beint á Blönduós og svei mér þá ef við erum ekki bara búnar að skipuleggja smá hyggekvöld með rauðvíni fyrst að við erum nú svona í hálfgerðu húsmæðraorlofi. Því mun leiðin liggja í kaupfélagið í Búðardal (vona að það sé ennþá til) og síðan á hárgreiðslustofuna í Búðardal (þar er ríkið).
Stefnir sem sagt í dægilegt kvöld.
Annars færðist ég örlítið nær samtímamenningunni nú um daginn þegar ég skráði mig á fésbókina. Var mjög gott fyrir egóið því skyndilega átti ég fullt af vinum . Reyndar rosa gaman að komast í samband við marga af þeim sem ég hef einmitt misst samband við eingöngu vegna þess að ég er húðlöt að halda sambandi við fólk. Sniðugt !!!!
Lýsi svo að lokum yfir ánægju með endursýnt áramótaskaup gærdagsins. Hló eins og bjáni ein með sjálfri mér. Akkúrat það sem við þurftum svona í kreppunni og sívaxandi skammdeginu.
En nú er matur og ég svöööööng
yfir og út úr Dölunum að þessu sinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar