Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Gleðilegt sumar

Koma heim og heita því að leggja aldrei upp á ný, segir í kvæðinu.  En það er nú reyndar ekki als kostar rétt þó ég sé vissulega komin heim þá hef ég nú þegar heitið því að leggja fljótlega upp á ný.  Er endurnærð eftir Londonfrí þar sem farið var í leikhús, góður matur borðaður og góður bjór drukkin.  Veglegar sumargjafir keyptar handa sjálfri mér Cool og við Fanney náðum meira að segja að sólbrenna ógurlega.  Annar sumarglaðningur beið þó þegar heim var komið þar sem hún Litla-Jörp hafði náð að láta slasa sig svo þar bíður líklega veglegur reikningur frá dýralækni Frown.  Hún var þó svo ósköp þæg og góð meðan á meðferð stóð og viðkomandi dýralæknir stakk hana út eins og nálapúða klippti og spreyjaði með dyggir aðstoð Þorbjargar sem hafði séð sitt ráð óvænna og kallað á lækninn í fjarveru minni enda merin nánast þrífætt og það veit sá sem allt veit að þrífætt hross eru ekki til stórræðanna.  Svo nú er Litla-Jörp komin í sjúkrahvíld sem verður notuð til að troða í hana heyi og fóðurbæti svo hún fái smá kjöt á beinin og verði full af orku þegar fóturinn verður orðin klár.

yfir og út

GEH


Frí, frí, frí, frí!!!!!!!!!!!!!!!

Nú er ég farin í frí og hef ekki hugsað mér að kveika á tölvu,skoða tölvupóst eða svara vinnusímtölum fyrr en í fyrsta lagi næsta mánudag.  Það er eins gott að vorið sé komið í Lundúnaborg.  Ég á reyndar eftir að pakka tannburstanum  niður en það er nú fjótgert. 

Adjö í bili 

GEH


Time-out

Hin hefðbundni vorfiðringur hefur tekið sér bólfestu með tilheyrandi eirðarleysi.  Ég veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera.  Nema að ég veit þó að ég ætla að fara til London með Fanney.  Það verður langþráð time-out.  Vona að ég nái að kúpla mig inn aftur þegar ég kem til baka

yfir og út

GEH 


far- og furðu- fuglar

Mig minnir að eitthvert góðskáldið hafi líkt tímanum við vatnið.  Nú ef svo er þá er flóð núna, stjórnlausar vorleysingar og tíminn bara æðir áfram.  Ég sé að ég hef ekki bloggað í tæpar tvær vikur.  Þessi tími bara hvarf út í buskann áður en ég náði að blikka auga.  En nú er vorið að koma,  það er rétt handan við hornið.  Leyfir manni að fá smá nasasjón af sér annað slagið.  Kíkir fyrir horn.  Og einhvern daginn kemur að því að það kemur fyrir hornið og er þá komið til að vera.  Þetta vita fuglarnir sem eru farnir að syngja kvölds og morgna.  Þeir tínast hingað einn af öðrum, endur, gæsir, lóur og hrossagaukar.  Því miður ekki spóar, hefði verð flott að enda setninguna á lóur og spóar.  Spóinn kemur ekki fyrr en seinna í Apríl. 

Þetta voru farfuglafréttir dagsins, sem ritaðar eru  meðan ég bíð (Ó)þolinmóð eftir að tölvan mín malli í gegnum arfgerðir 4800 hrossa.  Þetta er ekki alvega að gera sig.  Furðufuglafréttir dagsins læt ég ósagðar.  Þær eru ekki til opinberar birtingar

Yfir og út

GEH

 


Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband