Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Vér morðingjar

Í viðleitni minni til að elda mér góðan mat, fjárfesti ég í steinselju í potti.  Það væri í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema hvað að þessari ágætu steinselju fylgdu ógrynni af pínulitlum flugum sem hafa undanfarna daga gert mér lífið leitt.  Frábæra hugmyndin um ferskar kryddjurtir í stofuglugganum er skyndilega ekki lengur svo frábær og í staðin eru framin hér fjöldamorð á hverjum degi.  Ég sem venjulega forðast pöddur eins og heitan eldinn er orðin svo harðsvíruð að ég krem kvikindin með berum höndum án þess að blikna.  Það versta er þó að ekki virðist sjá högg á vatni og pöddusamfélagið virðist eiga endalausa uppsprettu af sjálfsmorðsárásarliðum sem gera atlögu hvenær sem tækifæri gefst.  Ég er því algerlega búin að fá yfir mig nóg á þessu afkastaleysi mínu við morðin og lýsi eftir árangursríkari aðferðum til gjöreyðingar pöddusamfélagsins.  Það er alveg ljóst að þetta heimili hefur hug á að koma sér upp gjöreyðingarvopnum.

Yfir og út í bili

GEH


Og eftir ótrúlega langa þögn.......

...... hef ég upp raust mína á ný.  Lofa samt engu um að ég haldi þessu áfram reglulega og eiginlega væri ótrúlegt ef einhver kemur hingað ennþá, svo ef einhver slysast til að lesa þetta þá endilega kommentið bara svona til að láta mig vita af því. 

Þetta er bara búin að vera svona einn af þessum skrýtnu dögum þar sem maður hefur svo sterklega á tilfinningunni að eitthvað liggi í loftinu.  Veit ekki alveg hvort það er gott eða slæmt.  Reyndar hefur dagurinn ekki lofað góðu.  Vaknaði í morgun og reis fremur óvarlega upp sem varð til þess að öxlin hálf hrökk úr liðnum (sjá eldri færslur varðandi axlarvandamál), það markaði einhvernvegin daginn því ég hef lagt mig fram við að brjóta glös, reka mig í og gera annarskona klúður það sem eftir er dagsins.  Tók samt hlaup í morgun í norðangolunni sem var ákaflega hressandi en nú þegar ég ætti að vera að lesa fyrir próf (á mánudaginn) þá langar mig helst að fara á ærlegt fyllerí.  Það er eiginlega svona í stíl við daginn sem er að líða, fremur svona sundurlaus og ómarkviss en á sín móment.

Ég hef þvi hugsað mér að drekka rauðvín í kvöld og er búni að fá félaga í verkefnið.  Það gæti verið ágætis millivegur milli þess að lesa fyrir próf og hrynja í það.  Leggur allavegana drög að próflestri á morgun. 

Er annars nýkomin frá DK þar sem ýmislegt gekk á.  M.a sprengjuhótanir á lestarstöðum og endalausar lestarferðir.  Komst þó á alla áfangastaði að lokum og missti ekki af neinni flugvél eða neinu öðru.  Góð ferð allt í allt.

Því bið ég ykkur að eiga góða helgarrest.  Ég ætla að reyna það líka

Yfir og út eftir langt hlé

GEH


Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband