Færsluflokkur: Dægurmál
21.9.2007 | 02:54
einmitt það já
ohhhh ég er í Lbhí og en myndi gjarnan vilja vera í Svartaskóla eða kannski Latínuskólanum, þar voru víst aðal-karlarnir á sínum tíma og ég tel mig vera til aðal-karlana. Merkilegt að engin skyldi velja þá skóla.
Kveðja
GEH
![]() |
Flestir vilja vera í Hogwarts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2007 | 13:03
smá fréttaskot
Ég hef ekki orku í að skrifa eitthvað gáfulegt hér en set nokkrar línur til þess eins að láta vita af mér. Mikið búið að ganga á síðastliðna viku. Langir dagar í Reykjavík og lítið annað gert en að vinna og sofa. Það fer hins vegar að taka enda, þar sem kennsla í búvísindadeild er að taka enda sem og fyrsta uppgjör skýrsluhalds í nautgriparæktinni. September hefur flogið hjá og á morgun verður flugið tekið norður í Eyjafjörðin í göngur og fjárstúss. Kem með síðustu vél á föstudagskvöld og fer með þeirri fyrstu á mánudagsmorgun. Ákvað að nota flugþjónustu í þetta sinn og spara mér nokkra klukkutíma í akstur.
yfir og út í bili
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 09:59
Sunnudagsmorgun í Borgarfirðinum
Ég uppgötvaði í morgun að ég hefi eytt síðustu viku mestmegnis innandyra, svona fyrir utan þessar mínútur sem fara í að hlaupa á milli húsa og bíls og þar sem ég er nú ennþá tiltölulega spræk þá tekur sú ferð ekki svo ýkja langan tíma. Nú þar sem ennþá var tiltölulega snemma morguns og klukkan ekki orðin átta, var ennþá sæmilega gott verður í Borgarfirðinum. Það er nefnilega þannig að hér er helst að ná sæmilegu veðri snemma á morgnana eða seint á kvöldin. Ég dreif mig því út í hjólatúr. Það kom einnig á daginn að ég mátti ekki mikið seinni vera því nú er hreinlega farið að snjóa (þó ekki festi nú neinn snjó eins og er).
Nú liggur hins vegar fyrir að byrja á verkefnum dagsins sem eru fjölmörg að vanda enda stefnt á göngur næstu helgi og því þarf að ljúka ýmsum verkum fyrir þann tíma. Spurning um að hita sér kakó til að ná úr sér hrollinum því það var nú nokkuð svalt í morgun.
Eigið nú góðan sunnudag
Yfir og út af Eyrinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 19:59
Úr Borgarfirði
Ég sá í einhverjum fréttamiðli að Borgarfjörður væri næstveðursælasta sveit landsins. Því á ég nú bágt með að trúa. Þetta ku vera samkvæmt veðurathugunum heimamanna. Þeir eru augljóslega ekki góðu vanir. Annað eins stöðugt skítveður finnst líklega varla á nokkru öðru byggðu bóli.
Yfir og út af eyrinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2007 | 22:21
Haustverkin.....
...... eru hafin. Er nýkomin aftur á eyrina eftir fyrstu göngur haustsins sem gengnar voru í svo svívirðilegri hitasvækju að lýsið bráðnaði af manni í lítratali. Nú verður maður að láta hendur standa fram úr ermum svo hægt verði að gefa sér tíma til að bregða sér í aðrar göngur eftir hálfan mánuð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2007 | 17:45
Á alþjóðlegum nótum
Ég rak rétt í þessu augun í sjónvarpið þar sem konukind ein stritaði við að útbúa ítalska rétti í gríð og erg. Einhverra hluta vegna datt ég í eitthvert nostalgíukast og fór að rifja upp minningar frá þeim skemmtilega tíma er maður lifði og hrærðist í hinu mjög svo alþjóðlega samfélagi stúdenta við KVL. Í framhaldi af því rifjaðist upp brandari sem Paolo, hin ítalski samleigjandi minn á þessum tíma, sagði mér. Hvernig hann fór að því að koma brandaranum frá sér er mér, enn þann dag í dag, hulin ráðgáta því hin enska tunga var honum ekkert sérstaklega töm, blessuðum karlinum. Innihald brandarans komst þó til skila og það sem meira er ég hef munað hann alla tíð síðan, sem verður að teljast einstakt. Ég ætla því að deila þessum, mjög svo alþjóðlega, brandara hér með ykkur en hann var eitthvað á þessa leið:
Himnaríki er....
..... þar sem vélvirkjarnir eru þýskir,
lögreglan er bresk,
elskhugarnir eru franskir,
kokkarnir eru ítalskir og
allt er skipulagt af Svisslendingum.
Helvíti er.....
......þar sem vélvirkjarnir eru franskir,
lögreglan er þýsk,
elskhugarnir eru svissneskir,
kokkarnir eru breskir og
allt er skipulagt af Ítölum
Yfir og út á sunnudagseftirmiðdegi
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2007 | 15:40
Grátt
Æ hvað það er allt í einu orðið haustlegt og þá svona grámyglulega haustlegt með rigningu. Hér hefur rignt stanslaust síðan ég kom (fyrir utan einn dag held ég). Norðurferð helgarinnar var felld niður vegna vinnu, ætla að bæta það upp með aukadegi næstu helgi, sjálfsagt verður það kærkomin upplyfting.
Góða helgi gott fólk og þið mættuð nú alveg skilja eftir ykkur spor ef þið lítið inn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 16:45
Hopsa......
.... eitthvað hef ég nú verið löt í blogginu þessa síðustu dag því varla getur þetta aumkunarverða uppandlits-blogg mitt talist vera merkilegt. Ég tel mig þó hafa afsakanir á reiðum höndum líkt og vera ber nú og ef þær duga ekki þá verð ég líklega bara að reyna að bæta mig eitthvað. Það helsta sem gerst hefur síðustu vikurnar er að ég tók mitt hafurtask saman og flutti mig um set til baka í íbúðina mína á Hvanneyri. Enda ekki seinna vænna þar sem kennsla var hafin hjá Lbhí og mín beið glænýr bekkur af nemendum.
Nú þar sem jafnan er skammt stórra högga á milli þá skellti ég mér í bekkjarhitting í Suðursveitina til Þóreyjar síðastliðna helgi í samfylgd Óðins og Karinar auk þess sem Gústav og Ásbjörn Óli slógust í hópinn. Var það hin ágætasti túr í alla staði en það skal viðurkennast að ég var pínu þreytt þegar ég kom heim í kotið klukkan hálf tíu á sunnudagskvöldið eftir langa og stranga keyrslu.
Nú það helsta sem á döfunni er á næstunni er að nú um mánaðarmótin byrja ég í nýju starfi hjá BÍ auk þess sem ég held áfram í gamla starfinu sem doktorsnemi og stundakennari við Lbhí. Svo styttist náttúrulega í göngur og réttir. Alltaf nóg að gera og alltaf eitthvað spennandi að gerast
Læt ég þar með lokið uppfærslu á nýjustu atburðum en það er aldrei að vita nema mér detti í huga að setja eitthvað gullvægt hér inn ef sá gállinn er á mér.
Að lokum vil ég benda á að komnar eru nokkrar nýjar myndir úr fjölskyldugrillinu í sumar
yfir og út í bili
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 17:52
Að vera eða ekki vera...
frummaður. Það virðist vera málið í dag. Voðalega er "uppandlit" annars einkennilegt orð. Ætli það sé raunverulega notað í íslensku eða er þetta bara léleg þýðing.
Annars sit ég enn á skrifstofunni sveitt við að búa til heimaverkefni fyrir nemendur því nú er allt farið af stað aftur enda komið haust og áhyggjuleysi sumarsins að baki
Góða helgi
![]() |
Stutt uppandlit skýra aðdráttarafl Smith og Pitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007 | 08:28
17. ágúst 2007
Fletti mogganum frá í gær yfir súrmjólkinni í morgun svona eins og ég er vön. Sá þar fyrirsögn á frétt sem hljóðaði eitthvað á þessa leið "Nemar flytja inn á varnarsvæðið". Meðfylgjandi mynd sýndi tvo einstaklinga (sem væntanlega eru umræddir nemar) rogast með hluta af búslóð sinni á milli sín -- risastóran flatskjá.
Svona er Ísland í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar