Tour de Eyjafjörður

Ég keyrði í vinnuna í dag.  Því fengu smáfuglarnir ekki að njóta íðilfagurrar söngraddar minnar í morgun og gátu sofið frameftir.  
Annars varð ég fyrir merkilegri upplifun á heimleiðinni í gær.  Ég fór fram úr bíl, nánar tiltekið rauðri Toyotu Corollu.  Hér ítreka ég enn og aftur að ég ferðaðist um á reiðhjóli í gær.   Ég vildi að ég gæti látið fylgja sögunni að ástæðan fyrir þessum framúrakstri væri afkastageta mín á reiðhjólinu, en svo er því miður ekki.  Engu að síður fann ég örlítð til mín. svona smá Tour de France fílingur, nú eða Formúla 1.  Mér fannst ég sýna mikil tilþrif í þessum framúrakstri, skaust framúr á beina kaflanum (fyrir neðan Krókstaði fyrir  þá sem til þekkja).  
Maðurinn á Córollunni sýndi gríðarlega einbeitni við aksturinn þar sem hann geystist áfram á að minnsta kosti 15-20 km/klst.  Ég var að hugsa um að banka á hliðarrúðuna hjá honum.  Benda honum á að á þessum vegi væri 90 km hámarkshraði, en ég hætti við.  Mér leist þannig á manninn að best væri að trufla hann ekki við aksturinn, hann hélt sig þó alla veganna á sínum vegarhelmingi og meðan hann rígheldi svona í stýrið þá væri lítil hætta á að hann færi  að rása útaf honum.  Vegurinn lá þráðbeinn framundan og engin þörf fyrir hann að taka neinar beygjur í bráð, líklega best að láta kyrrt liggja.  Skemmst er frá því að segja að ég stakk manninn af.  En mikið óskaplega óskaði ég þess heitt að ég hefði flautu á hjólinu, ég hefði svo gjarnan viljað senda honum smá flaut í kveðjuskyni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta gamall maður með hatt og staf eða hvað?? Eða kemst Toyota Corolla ekki hraðar ;)

Heilsur af suðurlandinu :)

Þórey (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Nei Þórey hann var ekki með hatt og ekki svo voðalega gamall að sjá (ég hafði nú ágætistíma til að virða hann fyrir mér).  Hins vegar var hann ansi grár og guggin að sjá svo það er ekki víst að það hafi endilega verið mikið lífsmark með honum.  Ég hef einnig sannreynt að svona Corollur komast mun hraðar en þetta

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 13.7.2007 kl. 14:18

3 identicon

Ja hérna ...allir að fara yfir á moggabloggið bara !!! En bara til hamingju með flutninginn......ég kíki við hér samkvæmt gömlum vana...kveðjur frá Norge

Sigga frænka (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 571

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband