fimmtudagskvöld

Ég tek mína nýju köllun sem málfarsfastista mjög alvarlega.  Ég fór meira að segja í smá upprifjun í gærkveldi og ákvað að ég þyrfti að fjárfesta í málfræðibók, til þess að geta flett upp hinum og þessum vafaatriðum.  Svo langaði mig að benda á eina staðreynd í framhaldi af allri þessari umræðu um útlendinga sem ekki tala íslensku.  Staðreyndin er nefnilega sú að ég er sí og æ að hitta íslendinga sem ekki tala íslensku.  Hvernig væri að byrja á að laga það

kveðja

Gunnfríður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála ....... djöfull sem það getur pirrað mig þegar fólk skrifar t.d.: Eikka eða eikkað sem á að þýða eitthvað. Sem tekur kannski einn þúsundasta úr sekúndu lengri tíma að skrifa.

Ég held nú að fólk sé bara svo skít-logandi-hrætt við að opna munninn á sér á einhverju öðru en íslensku og þessvegna séu allar þessar umræður um og gagnrýni á útlendinga sem ekki tala íslensku. En það er að sjálfsögðu ekki hægt að ætlast til, að þegar fólk ekki kann sitt eigið tungumál, að það skilji eða geti haft samskipti við fólk sem ekki er fætt og uppalið á Íslandi og talar ekki eða bjagaða íslensku.

Ég skil samt að sumu leyti þessa gagnrýni, en fólk verður að vera raunsætt. Íslenska er ekki allra auðveldasta tungumálið að læra með allar sínar beygingar og málfræðireglur (sem ég er líka búin að gleyma að mestu) og útlendingar verða jú að fá sinn tíma til að koma sér fyrir og svo læra ekki allir jafnfljótt.

Ég þekki t.d. hér íslending sem talar hvorki norsku eða íslensku heldur einhvern hrærigraut af báðum tungumálum sem enginn skilur. Hvort það er af því að það liggur bara ekki fyrir þessum einstakling að læra tungumál eða af því að hann hefur ekki áhuga á að læra tungumálið og tileinka sér tónfall norskunnar, veit ég ekki. En þessi einstaklingur er amk búinn að búa hér í nógu langan tíma til þess að hann ætti að geta talað skiljanlega.

Tungumál geta verið flókin ...en mér finnst skemmtilegt að sjá..... tja, nú vantar mig íslenskt orð svo ég gríp til norskunnar..... likheten.... með íslensku og bæði norsku og sænsku t.d.

Pöhh jæja þetta átti bara að vera stutt komment ....en varð í staðinn álíka langt ef ekki lengra en bloggfærslan þín ....svo ...gangi þér vel með málfræðifasisman.

Og svona til að bregða fyrir sig 3ja málinu.....

Massor av kramar från Norge

Sigga frænka (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:53

2 identicon

Já, mikið er ég sammála með íslenskt málfar hjá íslensku þjóðinni. Finnst einnig frekar leiðinglegt að lesa dagblöð og heyra í útvarpsmönnum sem tala ekki almennilega íslensku.  Frétti að þú og MBJ hafi verið hérna á Bssl á Selfossi í gær (mánud 1.okt) að kynna ykkur fyrir kúaköllullunum. Þar sem ég var að sinna verklegri sauðfjárrækt í Villingaholtshreppnum fram á kvöldmat náði ég ekki að hitta á þig. Hittumst bara næst ;)

Kveðja frá Selfossi Þórey

Þórey (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 582

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband