11.1.2008 | 15:24
"Geisp"
Prófyfirseta er án efa eitt af heimsins leiðinlegustu störfum. Eins og mér fannst nú ágætt að taka próf þá finnst mér jafn leiðinlegt að sitja yfir í prófi. Maður hefur einhvernvegin ekkert við að vera. Þögnin verður alveg sérdeilis þrúgandi og leiðinleg og hvert einasta smá hljóð verður að glymjandi hávaða. Til dæmis hljóðið í lyklaborðinu hjá mér akkúrat núna hljómar eins og flugeldasýning meðan suðið úr flúorljósunum og tölvunni skapa einhverskonar glymjandi frumskógarstemningu.
Annars er víst komin föstudagur - ja hérna hér, hvað þeir koma manni alltaf að óvörum þessir föstudagar, sem hafa einhverja hluta vegna breyst úr merki um komandi helgi, í áminningu um allt það sem ekki náðist að klára í vikunni.
Annars náði ég merkum áfanga þessa vikuna. Komst í Næturvaktina hjá Kollu á miðvikudagskvöldið og horfði þar á alla þættina í einum rykk, gat bara ekki hætt að horfa. Hrein snilld þetta
Góða helgi
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þessir blessuðu föstudagar.... mér finnst alltaf verið mánudagar og föstudagar. :o)
Hafðu það gott um helgina!
kv. Vigdís.
Vigdís (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.