31.1.2008 | 09:07
Svellkaldur
Mér skilst að á landinu geysi óveður. Merkilegt nokk þá varð ég ekki vör við neitt óveður á leið minni í borg óttans í morgun, smá kóf svona á stöku stað. Fanski skiptineminn tók þó myndir í gríð og erg út um framrúðuna. Ég dáist að þrautseigju mannsins sem alltaf fer á fætur á morgnana og út á hringtorg í þeirri von að einhver komi og taki hann upp í . Sem og ég gerði, gat ekki látið manngreyið húka þarna í fjúkinu, þó ég væri nú meira stemmd til að vera ein með sjálfri mér og syngja hástöfum með útvarpinu
. Veit ekki alveg hverjum datt í hug að það væri góð hugmynd að staðsetja skiptinema, sem sæktir tíma í HÍ, á Hvanneyri
. En hvað veit ég svo sem. Kannski flokkast þetta sem partur af upplifuninni.
Ísland best í heimi!!!!
Reyndar komst ég að því að Norðmenn eru allmennt haldnir þeim ranghugmyndum að Noregur sé best í heimi.
Hafa þeir aldrei séð Thule auglýsingarnar????
yfir og út úr Höllinni
GEH
P.S púkinn vill ekki kannast við orðið "nokk" en býður mér meðal annars upp á valkostinn fokk í staðinn, er allt á leið til andskotans eða hvað
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að vita þig heima á þínum snjóskafli aftur og kveflausa. Mér finnst nú Norðmenn haldnir ýmsum ranghugmyndum um eigið ágæti bæði landfræðilega og huglægt, sorry. Ég horfi með leyndri skelfingu til þess að þurfa að dúsa í þvísa landi í HEILAN mánuð á næstunni. En það sem verður að vera viljugur skal hver bera. Ojamm. Kv aG
aG (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:36
Hæ Gunnfríður mín!
Takk fyrir að skrifa á síðuna mína, gaman að heyra frá þér. Hafðu það gott á Hvanneyrinni! :o)
Kveðja frá Sólheimum í Grímsnesi
Vigdís.
Vigdís (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:01
Sæl Gunnfríður hehe já ég er hrædd um að við séum á hraðri leið til andskotans þegar það er farið að bjóða uppá þetta orð í innsláttarvörn á íslandi hehe ;) en já bara að kvitta héðan úr skaflinum á svertingsstöðum 2 hehe allt á kafi en bara hérna heima á hlaði ;). Sjáumst svo hressar á þorrablóti aðra helgi ;).
kv Guðlaug Sigríður
Guðlaug Sigríður (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.