The simple life

Ég var sest hérna í góðum húmör eftir rauðvínsdrykkju með Elsu, staðráðin í að skrifa eitthvað ódauðlegt.  Ein eins og allir góðir artistar kannast við þá yfirgefur skáldagyðjan þá oft þegar minnst varir.  Ég er hins vegar ennþá í góðum húmör, búin að tryggja mér miða á Þorrablót og sé ástæðu til þess að deila því með ykkur, hvort sem ykkur líkar betur eða verr.  Það er meira að segja mögulegt að það verði skemmtilegt Þorrablót sem ég fer á þetta árið. 

Ég er nú samt að hugsa um að auglýsa eftir skemmtunum okkur Elsu til handa.  Hvanneyri er ekki mest lifandi staðurinn.  Höfum gert tvær heiðarlegar tilraunir til að fara á barinn.  Í annað skiptið voru þar fyrir 5 einstaklingar og í hitt skiptið 3 Errm.  Okkur er sárlega farið að langa á almennilegt skrall.  Einhver púki farin að láta kræla á sér Devil 

Annars nálgast helgin eins og óð fluga og spurning hvort við gerum eina tilraun enn við barinn.  Dagskrá helgarinnar er reyndar að verða umtalsvert löng því ásamt stórum pappírshrúgum sem bíða við tölvuna verður að viðurkennast að bæði ég og íbúðin eru komin yfir eindaga hvað varðar þrif (íbúðin) og "personal grooming" (ég).  Það er því líklegt að gólftuskan verði tekin til handagangs og látið renna í gott freyðibað eftir að íbúðin hefur fengið yfirhalningu.  Leggjast í bleyti við kertaljós og með eitthvað gott í glasi, skríða svo upp í tandurhreint og ný-umskipt rúm.  Svona geta einfaldir hlutir gefið lífinu gildi Joyful

Góða nótt af eyrinni

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar dásamlega...langar líka í spegilgljáandi hús og leggi.  Kveðjur úr hálffokheldu Háaleitinu.

Kolla (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 423

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband